Eiginmaðurinn á aldrei fyrsta leikinn

Sumir eiga auðvelt með að vera bæði undirgefnir, og drottnandi. …
Sumir eiga auðvelt með að vera bæði undirgefnir, og drottnandi. Aðrir ekki. Thinkstock / Getty Images

„Ég skil ekki hvers vegna eiginmaður minn getur aldrei átt fyrsta leikinn. Ég var mjög stolt af því að vera ákveðin í rúminu og fannst það spennandi. En nú eru mér farnar að leiðast þessar endurtekningar. Hann er ekki passífur utan heimilisins, eiginlega þvert á móti. Hvernig fæ ég hann til að leysa hellisbúann úr læðingi endrum og sinnum?“

Svona hljómar fyrirspurn konu nokkurrar, sem er orðin aldeilis leið á því að þurfa alltaf að eiga upptökin að kynlífi. Kynlífs- og sálfræðingurinn Pamela Stephenson Connolly svaraði um hæl.

„Sumir eiga auðvelt með að skipta á milli þess að vera undirgefnir eða drottnandi, aðrir ekki. Ef kynferðisleg forskrift eiginmanns þíns einskorðast við það að vera í þiggjandi hlutverki getur honum hugsanlega reynst erfitt að eiga upptökin. Jafnframt gæti honum gramist að þú reynir að fá hann til að skipta úr því hlutverki sem hann hefur kosið sér.

Þú getur reynt á sveigjanleika hans með því að fela honum ákveðið verkefni, með afar skýrum leiðbeiningum um hvernig þú kýst að láta nálgast þig. Auðvitað er þetta dulbúin drottnandi hegðun, en þú gætir þurft að leika þann leik til að byrja með.

Valdahlutföll í öllum samböndum, hvort sem þau eru af kynferðislegum toga eða ekki, eru flókin og breytileg. Það er engin furða að hlutverk ykkar utan svefnherbergisins séu af öðrum toga, en það er afar algengt meðal para.“

Pistilinn í heild má lesa á vef Guardian.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál