Lærðu að biðjast afsökunar

Stundum er bara ekki nóg að segja sorrý.
Stundum er bara ekki nóg að segja sorrý. Thinkstock / Getty Images

Mikið hefur verið rætt um að biðjast afsökunar og axla ábyrgð í samfélaginu undanfarið. Stundum er nefnilega ekki bara ekki nóg að segja sorrí.

En hvað á þá til bragðs að taka ef maður er búinn að gera upp á bak?

1) Vertu opinn
Talaðu um tilfinningar þínar sem þú upplifir í kjölfar yfirsjónar þinnar, sama hversu vandræðalegt það er. Að tala opinskátt um tilfinningarnar sýnir að þú veist upp á þig sökina og líður ekki vel með það sem þú gerðir.

2) Skilgreindu það sem fór úrskeiðis
Gerðu grein fyrir hegðuninni sem leiddi til mistakanna, og hvernig mistökin höfðu síðan áhrif á aðra, án þess að réttlæta hegðunina. Gakktu úr skugga um að þú skiljir hverju þú ert að biðjast afsökunar á.

3) Bættu fyrir brot þín
Axlaðu ábyrgð á því sem þú gerðir og reyndu að bæta fyrir misgjörðir þínar. Þetta skref snýst ekki um að skammast sín, heldur að reyna að bæta skaðann. Þetta er í raun rétti tíminn til að segja „fyrirgefðu“.

4) Farðu yfir stöðuna
Þú hefur gert allt sem í þínu valdi stendur til að bæta fyrir brot þín og tími til kominn að sjá hvernig einstaklingnum sem þú gerðir eitthvað til miska líður. Líður honum betur? Er komin farsæl lausn á málinu? Haltu eftirvæntingunni í skefjum, í sannleika sagt hefur þú ekkert að segja með hvernig fólk bregst við afsökunarbeiðni þinni.

Pistilinn í heild má lesa á vef Entrepreneur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál