Laugardagar þykja heppilegastir

Það þarf líklega ekki að koma á óvart að hjón …
Það þarf líklega ekki að koma á óvart að hjón stunda sjaldnast kynlíf á mánudögum. Thinkstock / Getty Images

Niðurstöður nýrrar könnunar leiða í ljós að fólk í langtímasamböndum er langsamlega líklegast til að gamna sér í bólinu á laugardögum. Nánar til tekið á laugardagskvöldum, rétt áður en klukkan slær 22.30.

Heil 42% þátttakenda tóku laugardaga fram yfir aðra daga. Annað sætið verma síðan sunnudagar, en 26% þátttakenda segjast gjarnan stunda sunnudagskynlíf. Í því þriðja voru síðan föstudagar, en 22% segjast jafnan kjósa að gamna sér dulítið rétt undir vikulokin.

Það þarf líklega ekki að koma á óvart að fólk nennir sjaldnast að stunda ástaleiki á mánudögum. Enda eru mánudagar sérlega leiðinlegir og best að fara bara snemma í bólið. Það er til þess að sofa.

Könnunin var svo sem ekki hávísindaleg, en 1.000 giftir einstaklingar tóku þó þátt í henni líkt og lesa má í frétt Metro.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál