Allir geta verið góðir í rúminu

Tracy Cox segir alla geta verið góða elskhuga.
Tracy Cox segir alla geta verið góða elskhuga. Shutterstock / Yuri Arcurs

„Allir geta verið góðir í rúminu. Útlit skiptir ekki máli. Stærð skiptir ekki máli,“ segir kynlífsfræðingurinn Tracy Cox.

„Það sem þú þarft er skuldbinding, æfing og þekking viðfangsefninu. Ég get ekki hjálpað með fyrstu tvo liðina, en get aðstoðað með þann síðasta.“

Veldu rétta bólfélagann
Fyrir alla muni notaðu bæði höfuð og hjarta við val á maka, en ekki frátelja klofið á þér. Ást án losta nefnist vinátta.

Settu þér að eiga frábært kynlífsár
Útbúðu kynlífstöflu. Kauptu tússtöflu og tvo tússpenna. Skiptist á að skrifa niður eftirlætis kynlífsathafnir, til að mynda uppáhalds stað til að stunda kynlíf, uppáhalds tíma sólarhringsins, kossatækni sem þér líkar, hluti sem þig langar að prófa en hefur ekki. Munið bara að setja töfluna á afvikinn stað.

Hristu upp í hlutunum
Bregðið aðeins út af vananum í hvert skipti sem þið stundið kynlíf. Prufið nýtt herbergi, nýja stellingu eða nýja tónlist. Það gæti jafnvel nægt að stunda kynlíf til fóta í rúminu til að plata heilann að þið séuð að gera eitthvað alveg nýtt og spennandi.

Ekki vera nísk á kossana
Sálfræðingurinn Geoffrey Miller komst að því að kynlíf para í langtímasamböndum batnaði ef þau kysstust oftar. Stuttir kossar á kinn töldust ekki með, því kossarnir þurftu að vera innilegir og vara í um það bil 30 sekúndur.

Burt með börnin
Barnlaus helgi af og til mun bjarga kynlífinu og gera undur fyrir sambandið.

Fleiri ráðleggingar Cox má lesa á vef Daily Mail.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál