5 auðveldar leiðir til að byggja upp sjálfstraustið

Ýmislegt má gera til þess að hressa upp á sjálfstraustið.
Ýmislegt má gera til þess að hressa upp á sjálfstraustið. Thinkstock / Getty Images

Allir eiga við einhverskonar óöryggi að stríða, en það er stendur jafnan í vegi fyrir því að fólk láti drauma sína rætast. Sem betur fer má ýmislegt gera til að hressa upp á sjálfstraustið, líkt og lesa má um á vef SELF.

Vertu vakandi fyrir óttanum
Ótti stendur gjarnan í vegi fyrir því að fólk láti drauma sína rætast. Gott að standa sig að verki og bera kennsl á óttann þegar hann læðist upp að manni. Jafnvel það eitt getur hjálpað fólki að sigrast á stöðugum áhyggjum.

Hugaðu að líkamstjáningunni
Rannsóknir hafa leitt í ljós að líkamstjáning okkar getur haft áhrif á líðan okkar. Næst þegar þú þarft að hressa upp á sjálfstraustið skaltu prófa að rétta úr bakinu og stilla höndunum upp fyrir framan þig. Þér mun að öllum líkindum líða betur, auk þess sem þú munt líta út fyrir að vera öruggari með þig.

Einbeittu þér að því að hlusta
Þegar fólki finnst því vera ógnað á það gjarnan í stökustu vandræðum með að tjá sig munnlega. Ef þér líður óþægilega í aðstæðum, og sjálfstraustið er kannski ekki með allra besta móti, getur verið gott að einbeita sér fremur að því að hlusta. Ef þú síðan kinkar kolli nokkrum sinnum lítur þú út fyrir að vera með á nótunum, og með sjálfsöryggið í lagi.

Stígðu í óttann
Því fleiri smávægilegum ótta sem þú sigrast á, því erfiðari verkefni ræður þú við í framtíðinni.

Ekki taka þig svona hátíðlega
Því meiri pressu sem við setjum á okkur sjálf, því líklegra er að okkur líði illa þegar takast þarf á við tilvonandi verkefni. Dragðu djúpt andann og minntu þig á að sama hver útkoman verður er það enginn heimsendir.

Fleiri góð ráð má lesa hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál