Vinátta er lykillinn að góðu sambandi

Sálfræðingurinn Laura VanderDrift segir að náin vinátta skili sér bæði …
Sálfræðingurinn Laura VanderDrift segir að náin vinátta skili sér bæði í kynferðislega og tilfinningalega góðu sambandi. Ljósmynd/GettyImages

Eitt það mikilvægasta til að viðhalda góðu sambandi er að aðilarnir rækti vinskapinn sín á milli. Þetta kemur fram í niðurstöðum bandaríska sálfræðingsins Laura VanderDrift sem segir að náin vinátta skili sér bæði í kynferðislega og tilfinningalega góðu sambandi. 

Samkvæmt VanderDrift er það að finna sér maka fyrst og fremst út frá vinskap góður grunnur fyrir langtímasamband. „Við komumst að því að góður vinskapur á milli aðili skiptir miklu máli. Það leiðir til innihaldsríks sambands sem er kynferðislega fullnægjandi.“

Rannsóknin fór fram í Purdue-háskólanum í Indiana í Bandaríkjunum. 184 manns sem höfðu verið í sambandi í sextán mánuði eða meira voru spurðir hvað þeir kynnu einna helst að meta við samband sitt. Þeir sem sögðu að vinátta væri mikilvægasti þátturinn í sambandinu skoruðu einnig hæst á þeim skala sem mældi hversu kynferðislega ánægðir þeir væru í samböndum sínum.

Í viðtali við The Independent sagði VanderDrift að með því að rækta vinskapinn í sambandinu sé hægt að leysa mörg önnur vandamál sem kunna að koma upp. „Með því að einbeita sér að því að bæta vinskapinn munu aðrir þættir sambandsins einnig njóta góðs af.“

Vinátta er grunnurinn að góðu sambandi.
Vinátta er grunnurinn að góðu sambandi. Ljósmynd/Skjáskot Prevention
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál