Kynlífið verður betra með aldrinum

Kynlífið verður bara betra með aldrinum.
Kynlífið verður bara betra með aldrinum. Ljósmynd/Skjáskot Prevention

Það er algjör óþarfi að óttast það að eldast og halda að ástarlífið verði að engu því niðurstöður rannsóknar sem framkvæmd var í Kanada sýna fram á að kynlífið verði betra með aldrinum.

Í rannsókninni, sem framkvæmd var af Trojan og kynfræðslu- og menntunarsamtökunum SIECC í Kanada, voru 2.400 manns á aldrinum 40 til 59 ára spurðir út í kynlífið sitt. Um 65% af þeim sem spurðir voru sögðu að þeir væru kynferðislega virkari nú en fyrir áratug síðan. Þá sögðu 65% einnig að síðasta kynlíf sitt hafi verið einstaklega ánægjulegt. Þessar niðurstöður koma ekki á óvart en á síðasta ári var birt rannsókn sem sýndi að 54% karla og 31% kvenna á aldrinum 50 til 90 ára stunduðu kynlíf að minnsta kosti tvisvar í mánuði.

Þá eru nokkrir hlutir taldir upp sem hægt er að gera til að viðhalda góðu kynlífi en samkvæmt rannsókninni var fólk ánægðast með ástarlífið þegar það gat talað um hvað því þætti gott og hvað ekki. Einnig reyndist vel að kúra í um sex mínútur eftir kynlíf.

Ef þú ert í góðu og ástríku sambandi núna þarftu ekki að óttast að kynlífinu eigi eftir að hraka með aldrinum heldur þvert á móti, það verður bara betra.

Grein Glamour US

54% karla og 31% kvenna á aldrinum 50 til 90 …
54% karla og 31% kvenna á aldrinum 50 til 90 ára stunda kynlíf að minnsta kosti tvisvar í mánuði. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál