Ert þú í eitruðu sambandi?

Betra er autt rúm en illa skipað.
Betra er autt rúm en illa skipað. Ljósmynd Getty Images

Flestir kannast við orðatiltækið, betra er autt rúm en illa skipað. Margir eiga þó erfitt með að brjótast út úr slæmum samböndum.

Þeir sem eru í slæmum samböndum eiga gjarnan erfitt með að koma auga á það, eða þeir eru í afneitun. Eitruð sambönd eiga þó ýmislegt sammerkt, líkt og fram kemur í samantekt Mindbodygreen.

Þér finnst þú aldrei geta gert neitt rétt
Þér líður stanslaust eins og þú sért ekki nógu góð/ur, en maki þinn ýtir undir tilfinninguna. Þér gæti einnig liðið líkt og þú þyrftir að gæta orða þinna því allt sem þú segðir, eða gerðir, færi í taugarnar á makanum.

Þú getur ekki verið þú sjálf/ur
Þér líður líkt og þú getir ekki sagt hug þinn, eða tjáð skoðanir þínar í kringum maka þinn. Þú stendur þig að því að reyna að vera sá sem makinn vilt að þú sért.

Þú ert jafnan andlega úrvinda
Eftir að þurfa alltaf að tipla á tánum í kringum makann ert þú jafnan algerlega úrvinda. Samskipti við makann eru ekki áreynslulaus og endurnærandi. Þvert á móti upplifir þú þreytu og einmanaleika.

Þú afsakar makann
Þú ert stöðugt að reyna að láta makann líta vel út í augum fjölskyldu og vina, en neitar að kenna maka þínum um að koma illa fram við þig. Þú vilt ekki tjá þig um sambandið við þína nánustu því þú óttast að þeir noti orð þín gegn maka þínum eða sambandinu.

Þú treystir makanum ekki
Þú átt í erfiðleikum með að treysta makanum vegna þess að þú hefur á tilfinningunni að ekki sé allt með felldu.

Pistilinn í heild sinni má lesa hér.  

Þeir sem eiga í slæmu sambandi eru gjarnan örþreyttir, bæði …
Þeir sem eiga í slæmu sambandi eru gjarnan örþreyttir, bæði á líkama og sál. Ljósmynd Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál