Unnustinn er fylliraftur

Það kann ekki góðri lukku að stýra að eiga drykkfelldan …
Það kann ekki góðri lukku að stýra að eiga drykkfelldan unnusta. Ljósmynd / Getty Images

Á dögunum setti ung, áhyggjufull kona sig í samband við sérlegan ráðgjafa tímaritsin Elle, enda hegðun unnustans farin að valda henni hugarangri.

„Kæra E. Jean: Maðurinn sem ég er að fara að giftast er einn af hinum sjaldgæfu vingjarnlegu og heiðarlegu mönnum, en (og þú hlýtur að hafa séð þetta fyrir) hann á í vandræðum með að hafa stjórn á drykkjunni. Ef hann fer yfir strikið, sem hann á afar auðvelt með að gera, missir hann stjórn á sér og hagar sér eins og risavaxið smábarn með framheilaskaða. Vinir hans og fjölskylda virða þetta að vettugi, en ég hef áhyggjur af framtíðinni. Hann trúir því að við getum tekið á þessu, að hann vaxi upp úr vandanum og að við getum endurbyggt traustið. En hvernig er það hægt þegar vín er svo samofið lífstíl okkar og vinnu?“

E. Jean er með munninn fyrir neðan nefið, enda ekki að ástæðulausu sem hún var fengin til að vera sérlegur ráðgjafi. Hún var því fljót að koma vitinu fyrir hina ráðvilltu konu.

„Að giftast herra óminni? Nei, elskan. Hann er bæjarbyttan. Hann mun rústa lífi þínu. En ef hann viðurkennir að hann sé alger vandræðapési, sættir sig við að hann mun ekki vaxa upp úr ástandinu, skráir sig í meðferð og heldur sér þurrum í ár máttu fara með honum á ísrúnt.“

Pistilinn í heild sinni má lesa hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál