Fær það of snemma í trúboðastellingunni

Ótímabært sáðlát getur reynst karlmönnum erfitt.
Ótímabært sáðlát getur reynst karlmönnum erfitt. Ljósmynd / Getty Images

„Ég er maður á miðjum sextugsaldri, en konan mín er að nálgast fimmtugt. Við lifum góðu kynlífi og okkur finnst best þegar hún er ofan á, eða þegar við sitjum upprétt og snúum gegnt hvort öðru. Hins vegar vill konan mín annað slagið að ég sé ofan á, en í þeirri stellingu fæ ég það of fljótt.“

Svona hljómar fyrirspurn manns á miðjum aldri sem leitaði ráða hjá Pamelu Stephenson Connolly, sérlegum kynlífsráðgjafa The Guardian.

„Trúboðastellingin hlýtur að vera afar örvandi fyrir þig, en þess vegna átt þú í basli við að halda aftur að sáðlátinu í þeirri stellingu,“ sagði Connolly, sem svo sannarlega á ráð undir rifi hverju.

„Hugsanlega eru stuttar samfarir ekki vandamál fyrir konuna þína, en mismunandi stellingar hafa mismunandi þýðingu fyrir fólk. Þar af leiðandi getur verið að hún njóti þess gríðarlega þegar þú ert ofan á. En ef þú vilt endast lengur er best að  þjálfa þig í að komast að því á hvaða tímapunkti sáðlát verður óhjákvæmilegt.“

„Til að byrja með getur þú þjálfað þig í þessum hæfileika með sjálfsfróun, en þá notar þú ákveðna „stopp-start“ tækni. Á meðan þú gerir vel við sjálfan þig skalt þú taka þér hvíld, rétt áður en þú færð fullnægingu. Bíddu í mínútu, eða tvær, og haltu svo áfram. Gerðu þetta tvisvar, en í þriðja skiptið er þér óhætt að láta vaða. Þegar þú hefur náð tökum á tækninni einn þíns liðs getur þú borið hana undir konuna þína og prufað. Hugsanlega fyrst þegar hún er ofan á.“

Pistilinn í heild sinni má lesa hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál