Hvað tákna kynlífsdraumarnir?

Hvað tákna óþægilegu kynlífsdraumarnir?
Hvað tákna óþægilegu kynlífsdraumarnir? Ljósmynd/Getty Images

Við höfum öll lent í því að vakna upp við furðulegan kynlífsdraum. Hægt er að ráða í alls kyns drauma og flestir hafa þeir einhverja þýðingu, til dæmis táknar það peninga eða óvænta gæfu að dreyma skít.

En hvað þýða þá þessir óþægilegu kynlífsdraumar sem við skiljum ekkert í? Síðan Mail Online ræddi við sambandsráðgjafann og sálfræðinginn Marianne Vicelich sem túlkaði nokkra algenga kynlífsdrauma.

Kynlíf með fyrrverandi 

Ef þig dreymir kynlíf með þínum fyrrverandi getur það táknað að þið eigið einhver óleyst vandamál. Þá getur það einnig táknað að þú saknir nándarinnar við þinn fyrrverandi eða kynlífsins. Draumurinn getur bæði þýtt að þú saknir fyrrverandi og langi til að komast aftur í samband við hann eða þá að þetta séu ákveðin kaflaskipti í þínu lífi og endir á sambandinu við fyrrverandi.

Kynlíf með frægum

Þú ert að fullnægja draumum þínum í draumi. Kynlíf með stjörnu getur táknað mikið sjálfstraust og metnað. Þú veist hvað þú vilt og ferð eftir því.

Hefur þig dreymt óþægilegan kynlífsdraum?
Hefur þig dreymt óþægilegan kynlífsdraum? Ljósmynd/Skjáskot Huffington Post

Kynlíf með ókunnugum

Ef þig dreymir kynlíf með ókunnugum getur það táknað það að þitt eigið kynlíf sé orðið þreytt og leiðinlegt. Þú þráir spennu í ástarlífið og upplifir hana í draumum þínum með ókunnugum. Þá getur sá ókunnugi í draumnum táknað nýjan einstakling í þínu lífi.

Framhjáhald

Ef þig dreymir að maki þinn sé að halda fram hjá þér getur það gefið í skyn að mikil spenna sé í sambandi ykkar. Fólk dreymir gjarnan framhjáhald ef það hefur lítið sjálfstraust og forðast það að makinn muni yfirgefa sig. Ef þig dreymir aftur á móti að það sért þú sem haldir fram hjá getur það táknað samviskubit eða einfaldlega það að þú viljir prófa nýjar leiðir.

Kynlíf með yfirmanninum

Ef þig dreymir kynlíf með yfirmanninum getur það þýtt að þú þráir að taka stjórn, þráir völd. Þetta getur líka þýtt að sambandið sem þú ert í núna sé óreiðukennt og að þú þráir röð og reglu.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál