Nýbökuð hjón skírlíf í 4 ár

Eftirvæntingin var að vonum mikil.
Eftirvæntingin var að vonum mikil. Ljósmynd / skjáskot Daily Mail

Nýbökuð hjón, sem voru skírlíf í fjögur ár áður en þau gengu í það heilaga, segja það hafa verið sérlega gott fyrir sambandið.

Jaime og Leon Rowe trúlofuðu sig tveimur mánuðum eftir að þau hittust í fyrsta skipti, en ákváðu að hafa ekki samfarir fyrr en þau hefðu gengið í það heilaga. Sem þau og gerðu fjórum árum síðar.

„Við erum bæði kristin og vildum bíða með að njóta ásta þangað til við giftum okkur,“ sagði Jamie í samtali við Daily Mail.

„Ákvörðunin var tekin fyrst og fremst vegna trúar okkar, en einnig vegna þess að við höfum bæði gert mistök í fyrri samböndum sem við vildum ekki endurtaka.“

Hjónakornin segjast ekki sjá eftir neinu og telja að skírlífið hafi gert þau nánari. Þau viðurkenna þó að það hafi reynt á þolrifin.

„Þetta gerði okkur nánari. Við vitum að það kann að hljóma klikkað, en það virkaði vel fyrir okkur. Þetta var reglulega erfitt, en núna erum við að njóta ávaxtanna og ástin okkar vex dag frá degi.“

Skötuhjúin segja skírlífið hafa borgað sig.
Skötuhjúin segja skírlífið hafa borgað sig. Ljósmynd / skjáskot Daily Mail
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál