Hann geymir gömul ástarbréf frá fyrrverandi

Margt fólk geymir gömul ástarbréf, en þarf það að þýða …
Margt fólk geymir gömul ástarbréf, en þarf það að þýða eitthvað? Getty images

„Ég komst nýlega að því að kærastinn minn til níu mánaða talar enn þá við fyrrverandi kærustu sína. Samband þeirra endaði illa og þau hættu saman fyrir rúmu ári síðan. Síðast þegar ég spurði hann þá sagði hann að það væri margir mánuðir síðan þau töluðu saman seinast,“ skrifar örvæntingarfull kona í spurningu sinni til ráðgjafans Logan Hill sem starfar fyrir Cosmopolitan. Konan heldur áfram. „Nýlega komst ég svo að því að hann geymir slatta af gömlum ástarbréfum frá henni og sendir henni skilaboð á nokkurra daga fresti. Hann hefur sagt mér að það sé enginn möguleiki á að þau muni byrja aftur saman. Ég veit hann elskar mig og hún býr í órafjarlægð, þannig að þau eru ekkert að fara að hittast. En það truflar mig samt að þau spjalli svona mikið. Og eftir því sem ég best veit þá hefur hún ekki hugmynd um að hann sé byrjaður með annarri konu. Er það rangt af mér að láta þetta fara í taugarnar á mér? Er einhver leið fyrir mig að ræða þetta við hann eða á ég bara að gleyma þessu?“

Hill byrjar svar sitt á að segja konunni að það sé ekki beint auðvelt að hætta með einhverjum. „Það að halda upp á gömul ástarbréf er ekki það sama og að svíkja núverandi maka. En þetta getur samt sem áður valdið grunsemd,“ segir Hill sem mælir eindregið með að hún ræði málin.

Hill gerir ráð fyrir að konan hafi fundið ástarbréfin með því að vera að sniglast í dótinu hans. Hann segir það geta valdið vandræðum. „Þá verður þú að byrja samtalið á að viðurkenna að þú hafi verið að gramsa. Þá verður líka auðveldara fyrir þig að tala opinskátt um hlutina. Þú verður að segja honum hvað þú veist, það er sanngjarnt gagnvart honum,“ segir Hill í svarinu sem birtist á vef Cosmopolitan.

Eðlilegt að hafa áhyggjur af lygunum

„Ég myndi ekki hafa áhyggjur af ástarbréfunum. Fyrir flestum eru gömul bréf bara saklaus leið til að muna eftir fólki sem eitt sinn skipti okkur máli. En það sem er slæmt er sú staðreynd að kærastinn þinn laug að þér og sagðist ekki vera í sambandi við hana þegar þau tala í raun saman á nokkurra daga fresti. Það er alveg skiljanlegt að þú hafir áhyggjur af því að hann sé að fela það fyrir þér.“

Hill mælir aftur með að konan tali við kærasta sinn og gefi honum tækifæri til að útskýra mál sitt. „Það sem þið þurfið á að halda er gott spjall. Bíttu á jaxlinn og segðu honum hvað þú veist. Láttu hann útskýra samband hans við sína fyrrverandi fyrir þér og spurðu af hverju hann laug.“

Í Cosmopolitan má finna ýmis góð ráð frá sambandsráðgjöfum.
Í Cosmopolitan má finna ýmis góð ráð frá sambandsráðgjöfum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál