Upplifir gríðarlega skömm eftir kynlíf

Sumir þola ekki að vera séðir fyrir það sem þeir …
Sumir þola ekki að vera séðir fyrir það sem þeir eru, semsagt kynverur. Ljósmynd / Thinkstock Getty Images

„Árum saman hef ég fundið fyrir gríðarlegri skömm eftir að hafa stundað kynlíf. Þetta gerist alltaf, nema með stöku bólfélaga, en það sem þeir eiga sameiginlegt er að þeir eru ekki mjög ástúðlegir heldur vilja bara stunda kynlíf og ekkert meir. Hvað er að mér?“

Svona hljómar fyrirspurn manns sem leitaði á náðir kynlífs- og sambandsráðgjafans Pamelu Stephenson Connolly.

Connolly, sem skrifar pistla fyrir Guardian, svaraði um hæl.

„Sumir þola ekki að vera séðir fyrir það sem þeir eru, sem sagt kynverur. Þetta getur stafað af neikvæðum viðhorfum til kynlífs, sem hafa verið innprentuð í einstaklinginn frá æsku, eða þetta getur verið tilkomið vegna áfalls. Fólk vill sjaldan leita sér hjálpar, nema þegar maki eða aðstæður krefjast þess. Þess vegna er skiljanlegt að þú tengir best við einstaklinga sem eru líkir þér. Það er þó eftirsóknarvert að átta sig á því að kynhvöt þín er fullkomlega heilbrigð. Ekki aðeins getur það gagnast þér og aukið getu þína til að veita unað, sem og njóta hans, heldur getur þú einnig myndað djúp, langvarandi sambönd sem geta veitt þér mikla hamingju.“

Svar Connolly í heild sinni má lesa hér.

Ljósmynd / Getty images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál