Hefur ekki sængað hjá konunni í sex ár

Það kann ekki góðri lukku að stýra að nota kynlíf …
Það kann ekki góðri lukku að stýra að nota kynlíf sem vopn. Getty images

„Ég hef ekki sofið hjá konunni minni síðan yngsta dóttir okkar kom í heiminn, fyrir sex árum,“ segir karlmaður í fyrirspurn til sambands- og kynlífsráðgjafans Pamelu Stephenson Connolly.

„Þetta er hluta til mér að kenna. Eftir fæðinguna reyndi ég að aðstoða konuna mína við að léttast, en hún hunsaði ráðleggingar mínar. Ég fékk nóg og forðaðist kynlíf. Ég átta mig á því aðferðin sem ég beitti var ekki góð, og undanfarin tvö ár hef ég reynt að koma hlutunum í eðlilegt horf. En hún forðast það.“

Stephenson-Connolly, sem skrifar fyrir Guardian, á ráð undir rifi hverju og var fljót að koma með uppástungu.

„Þú þarft að sýna þolinmæði. Það tekur tíma að endurbyggja traust og komast yfir særindin sem fylgja höfnun. Konan þín er að ýta þér frá sér til að verja sjálfa sig. Hún er enn sár vegna refsinganna sem þú beittir hana og þú þarft að sannfæra hana um að þetta muni aldrei eiga sé stað aftur. Þú þarft einnig að sannfæra hana um að þú kunnir að meta hana eins og hún er, og þar með talið útlit hennar.“

„Þú hefur nú lært að aldrei ætti að nota kynlíf sem vopn. Best væri ef þið mynduð setjast niður og rædduð saman. Biddu hana einlæglega afsökunar og spurðu hvað þú getur gert til að endurvekja traust hennar.“

Það getur tekið tímann sinn að endurvinna traust í samböndum.
Það getur tekið tímann sinn að endurvinna traust í samböndum. Ljósmynd / Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál