Nú gleymist ekkert í innkaupunum

Nýja útgáfan af Notes í iPhone gerir þér kleift að …
Nýja útgáfan af Notes í iPhone gerir þér kleift að deila listum með öðrum.

Allir þeir sem reka heimili kannast eflaust við að koma heim úr matvörubúðinni með nokkra stútfulla poka en komast svo að því að eitthvað mikilvægt gleymdist. En núna, með tilkomu iOS 10-stýrikerfisins í iPhone, getur þú minnkað líkurnar á að eitthvað gleymist til muna. Nú er nefnilega hægt að gera innkaupalista í Notes og deila honum með öðrum á einfaldan hátt. Það ætti ekkert að gleymast!

Fyrsta skref er að fara í Settings og svo yfir í iCloud og sjá til þess að það sé kveikt á Notes. Það þýðir að þú getur deilt listum úr Notes með öðrum.

Næsta skref er að fara í Notes-forritið og búa til iCloud-lista. Þar getur þú skrifað inn allt sem þarf að kaupa inn.

Þriðja skref er að smella á hnappinn sem lítur út eins og manneskja með plúsmerki. Þannig getur þú deilt listanum með þeim sem sér um innkaupin með þér. Þá geta þú og viðkomandi skoðað sama listann og breytt og bætt við. Þannig hjálpast allir að við innkaupin og ekkert ætti að gleymast.

Hver hefur ekki lent í því að týna handskrifuðum innkaupalista?
Hver hefur ekki lent í því að týna handskrifuðum innkaupalista? Getty images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál