Verstu ráð sem kvíðasjúklingur fær

Kvíðasjúklingurinn Elizabeth Enochs hefur fengið mörg slæm ráð við kvíðanum …
Kvíðasjúklingurinn Elizabeth Enochs hefur fengið mörg slæm ráð við kvíðanum í gegnum tíðina. Getty images

„Það skilja allir hvernig er að finna fyrir kvíða en það vita ekki allir hvernig er að þjást að kvíðaröskun“ skrifar kvíðasjúklingurinn Elizabeth Enochs í pistil sinn sem birtist á Bustle. Í pistli sínum telur Enchos svo upp nokkur af verstu ráðum gegn kvíða sem hún hefur fengið frá fólki í gegnum tíðina.

„Reyktu bara gras“ „Í sumum tilfellum ýta grasreykingar undir kvíða hjá fólki,“ segir Enchos sem talar af reynslunni.

„Þú ættir kannski að hætta að drekka kaffi“ „Ég veit að þeir sem þjást að kvíða þurfa að passa upp á koffínneyslu sína en í réttum skömmtum er koffín bara gott fyrir okkur. Þetta ráð er ekki endilega móðgandi en samt mjög pirrandi,“ segir Enchos.

„Finndu eitthvað annað til að hugsa um“ „Þetta er svolítið eins og að segja: „breyttu því hvernig heilinn þinn virkar“. Á slæmum degi þýðir lítið fyrir þá sem eru með kvíða að hugsa t.d. eingöngu um hvolpa, maður finnur samt fyrir kvíða.“

„Taktu bara töflur“ Enchos segir þetta vera um það bil eitt versta ráð sem hægt er að gefa þeim sem er með kvíðaröskun. Þess má geta að Enchos er hætt að taka lyf við kvíða eftir að hafa gefið þeim séns. „Ég hataði hvernig þau létu mér líða. Og ég hef fundið betri leiðir til að takast á við sjúkdóminn.“

„Gefðu guði þetta“ „Þetta hef ég heyrt nokkrum sinnum. Þetta er ekki gott ráð fyrir þann sem er ekki einu sinni viss um að Guð sé til. Og svo er þetta algjörlega ónothæft fyrir þá sem eru trúleysingjar.“

Pistil Enchos er hægt að lesa í fullri lengd hérna.

Elizabeth Enochs fann fyrir aukaverkunum þegar hún tók inn lyf …
Elizabeth Enochs fann fyrir aukaverkunum þegar hún tók inn lyf við kvíðanum sem hún þjáist að. Getty images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál