Að rústa lífinu sínu ...

Einar Áskelsson.
Einar Áskelsson.

„Ég rakst á texta sem á ensku hljómaði svona:

The loneliest moment in someones's life is when they are watching their whole world fall apart, and all they can do is stare blankly!

Við þetta tengdi ég strax sem varð kveikjan að þessum pistli. Hef örugglega oft nefnt það í pistlum eða hér að þó ég hefði með ásetningi reynt að rústa lífinu mínu, hefði mér aldrei tekist það! Langaði að deila með ykkur minni reynslu af því að upplifa lífið mitt rústast. Ég nefni ýmislegt sem ég hef skrifað áður en eðlilega tengist þessari reynslusögu,“ segir Einar Áskelsson í sínum nýjasta pistli: 

Ég get aldrei gleymt angistinni hvernig fyrir mér var komið í byrjun september 2015. Á yfirnáttúrulegan hátt var mér bjargað frá að kveðja þessa veröld. Gleymi ekki er ég sat samdægurs hjá sálfræðingi sem var að reyna útskýra hversu veikur ég væri orðinn. 2 árum fyrr fékk ég fyrstu einkennin. Kvíða- og panikköst. Upp úr þurru.

Ég ræddi um það við þáverandi sambýliskonu og komst að þeirri niðurstöðu að fyrst áföll og sársauki fortíðar hefði ekki truflað mig áður, myndi það varla gerast úr þessu. Gat ekki séð að neitt væri að. Staðan mín í lífinu þá? Var sumarið 2013 búinn að vera í sambúð í ca hálft ár í stórri fasteign sem við keyptum. Mín börn komu reglulega í nokkra daga í einu og ég stóð í þeirri trú að nú væri ég kominn á draumastaðinn í lífinu. Í fínni vinnu, öll mál í lagi s.s. fjármál. Átti minn eigin bíl og allt það helsta veraldlega. Í góðu líkamlegu og andlegu formi og var bjartsýnn á framtíðina. Ekkert til að hafa áhyggjur af. Sambýliskonan í svakalega krefjandi vinnu og þurfti alltaf að vera til taks. Það var nóg að gera og líf og fjör. Stundum 3 í heimili, stundum 7! Allt í föstum skorðum og samkomulag að ég myndi sjá um þvott og þrif o.þ.h. stúss á heimilinu. Hún skilaði sér oft ekki fyrr en seint á kvöldin. Þetta starf hennar var líklega tímabundið en aldrei að vita. Var vissulega mikið álag. Þetta var mín staða við fyrstu einkenni sumarið 2013.

Spólum til ársins 2015, nánar tiltekið í byrjun september. Ég lá í stanslausum ofsakvíða- og panikköstum í íbúð sem ég hafði fengið tímabundið gegn vægri greiðslu. Köstin náðu orðið saman og sársaukinn óbærilegur. Fór oftast í óminni. Þorði ekki út úr húsi lengur nánast allan ágústmánuð. Á þessum tímapunkti vissi ég ekki hvort eitthvað væri að mér eða þá hvað! Bara barðist eins og í þessi 2 ár. Þarna var staðan mín í lífinu að sambýliskonan hafði slitið sambúð og trúlofun um vorið, orðinn peningalaus, húsnæðislaus, bíllaus, fárveikur og atvinnulaus!

Átti eftir mig og börnin mín sem var augljóst ég gæti ekki boðið upp á húsaskjól né sinnt. Það var hræðilega sárt að kyngja. Ég vissi ekki hvar ég gæti átt heima og hafði ekki efni á að keppa á leigumarkaðinum. Ég hef áður í lífinu verið kominn í dimman dal í lífinu. Þessi staða var ný. Ég sá ekki að lífið mitt myndi breytast, gæti ekki sinnt börnunum og því væri það þeim og öllum til góðs ég myndi kveðja. Skásti kosturinn í ómögulegri stöðu. Að auki þráði ég að losna við þjáninguna! Þetta var staðan er ég sat hjá sálfræðingnum sem ég nefndi fyrr. Ég spurði hvað gerði ég rangt? Af hverju gerðist þetta? Gerðir ekkert rangt og þú varst fárveikur voru svörin. En ...Ekkert en.

Í fyrsta lagi skildi hann ekki hvernig ég náði að þrauka þetta lengi. Fólk er vanalega búið að taka eigið líf löngu fyrr út af þjáningu! Staðan væri alvarleg og óvíst hvað hægt væri að endurheimta. Framundan væri langt og strangt bataferli. Hver var skýringin á þessu. Ég var útbrunninn..orkulaus. Veikur af því sem á ensku kallast Complex Post Traumatic Stress Disorder (CPTSD). Oft þýtt sem krónísk áfallastreituröskun. Að auki grasseraði meðvirknin og höfnunaróttinn. Þunglyndi bættist svo við. Allt þetta eru afleiðingar áfalla úr barnæsku.

Eitthvað sem ég gat ekkert gert við annað en að byrgja inni sársaukann. Mjög algengt. Ég gekk svo með brotna drenginn inn í mér í öll þessi ár. Ég vissi aldrei að ég væri áhættuhóp að veikjast af CPTSD. Það var sem gerðist sumarið 2013.

Einhverra hluta vegna triggeraði eitthvað þennan gamla sársauka sem fer að brjóta sér út. Lesið mér mikið til um þetta og ég er skólarbókardæmi. Ef ég hefði kveikt á perunni hefði ég átt að leita strax faglegrar hjálpar. Ákvað að gera ekki. Ómeðvitaður fór ég að berjast við þetta sem enginn mannlegur máttur ræður við. Er að auki lífshættulegt ef ekkert er gert. Hvernig mér tókst að þrauka og standa mína plikt í lífinu á meðan mun ég aldrei skilja. Það var ekki fyrr en trúlofuninni var slitið sem stíflan brást og sumarið 2015 hreint helvíti. Skrýtið að þeim sem stóðu mér næst eða umgengust mig reglulega, skyldu ekki sjá að eitthvað væri að hjá mér. Börnin mín gerðu það. Vissi það síðar. Ég sá ekki gott líf molna svona niður. Var ómeðvitaður.

Það er augljóst ef ég hefði ekki veiktst eða fengið strax hjálp hefði atburðarrásin orðið önnur. Svona léku mín veikindi mitt líf. Það tók mig eðlilega dágóðan tíma að sætta mig við þessa stöðu. Sérstaklega gagnvart börnunum sem ég nefndi. En ég varð og kyngdi öllu stolti. Var líka svo illa á mig kominn að ég gat ekki haft skoðun á einu né neinu og lét teyma mig. Gerði allt sem mér var ráðlagt að gera. Eins og minn sálfræðingur sagði, þá væri valið mitt. Dvelja í sjálfsvorkunn? Líta á þetta sem nýtt tækifæri? Það hef ég gert. Og er enn að því.

Staðan min í dag og í fyrrahaust er gjörbreytt en er ekki kominn að leiðarenda. Svo sem óvíst hvort ég ráði við þá vinnu sem ég stundaði áður eða snúi mér að öðru. Að lokum. Mín ráðlegging er alltaf sú sama.

Leitaðu þér hjálpar strax. Ég vil ekki að þú farir í gegnum sömu þjáningu og ég. Mér þykir of vænt um þig og annað fólk til að fólk upplifi það sama og ég og verða fyrir því að rústa lífinu sínu. Hvað þá að sjá ekki tilgang lífsins lengur! Það er leið til baka. Hún er erfið en smámunir miðað við sársaukann í veikindinum. Því get ég lofað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál