Neyddi sig til að sofa hjá eiginmanninum

Það getur verið erfitt að finna jafnvægi á milli langana …
Það getur verið erfitt að finna jafnvægi á milli langana para til kynlífs. Ljósmynd / Getty Images

„Fyrir nokkrum mánuðum vildi maðurinn minn, sem var drukkinn, stunda kynlíf þegar ég kom heim úr vinnunni. Ég var þreytt og vildi það ekki en leið hræðilega þar sem kynhvöt  mín hefur ekki verið upp á sitt besta undanfarið. Ég lét því til leiðast en þoldi það ekki og langaði að hætta.“ Svona hefst bréf konu til kynlífs- og sambandsráðgjafans Pamellu Stephenson Connolly, sem skrifar fyrir Guardian.

„Ég veit að ef ég hefði beðið hann að hætta hefði hann gert það undir eins, en ég gerði það ekki. Ég er alltaf að hugsa um þetta og kenni sjálfri mér um að hafa ekki tekið á þessu fyrr.“

Connolly, sem er sálfræðingur að mennt og sérfróð í kynlífsröskunum, svaraði um hæl.

„Það er aldrei auðvelt að halda jafnvægi á milli þess að vilja þóknast löngunum makans og vernda sínar eigin. Reyndu að kenna sjálfri þér ekki um, þú varst að reyna að finna þín eigin mörk. Og þú fannst þau. Hins vegar þarft þú að setja eiginmanni þínum mörk. Það er sanngjarnt að segja eitthvað á þessa leið. „Ég elska þig, ég laðast að þér og mig langar að gleðja þig, en ég nýt þess ekki að stunda kynlíf með þér þegar þú ert drukkinn. Getum við fundið einhverja betri stund til þess að njóta ásta?“

Ef minnkuð kynhvöt þín stafar af þreytu, streitu, þunglyndi eða lyfjagjöf eru til leiðir til að ráða bót á því. Ef hún stafar af gremju vegna drykkju eiginmannsins þarf að takast á við það án tafar.“  

Pistilinn í heild má lesa hér.

Getty images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál