Þetta bendir til þess að sambandið sé traust

Í upphafi sambanda eru pör gjarnan upptekin af því að …
Í upphafi sambanda eru pör gjarnan upptekin af því að gera alls kyns skemmtilega hluti í sameiningu. Ljósmynd / Getty Images

Hvernig veist þú að betri helmingurinn er sá eini rétti? Mikið hefur verið skrifað um að finna þann eina rétta, en hvað er það raunverulega sem bendir til þess að sambandið muni endast?

Sálfræðingurinn Max Blumberg sem starfar við Goldsmith háskólann í London segir þrjá hluti einkenna sambönd sem standast tímans tönn, eins og lesa má í grein Stylist.

Þið rífist – en gerið það rétt
Margir sambandsráðgjafar segja það geta verið jafnóheilbrigt fyrir sambandið að rífast aldrei, eins og að rífast stöðugt. „Ef pör rífast aldrei getur það verið til marks um að sambandið sé hrútleiðinlegt og litlaust, eða að annar aðilinn sé að vaða yfir hinn. Lykillinn að góðu sambandi er ekki að forðast ágreining, heldur að kunna að leysa úr honum,“ segir Blumberg.

Þið njótið þess að „gera ekkert“ saman
Í upphafi sambands eru pör gjarnan upptekin að því að fara í ýmsar rómantískar ferðir, stefnumót og prufa alls kyns nýja hluti. Blumberg bendir þó á að pör sem njóta þess að eyða tíma með hvort öðru, án þess að vera með einhver stórkostleg plön á prjónunum, séu jafnan þau sem endast saman.

Þið talið um sambandið
Þá er ekki átt við að þið venjið ykkur á að gaspra um sambandið við utanaðkomandi aðila, heldur hvort annað. Gott er að venja sig á að setjast niður og ræða sambandið á hálfs árs fresti, eða um það bil. Gott getur verið að spyrja makann spurninga svo sem „er eitthvað sem þú telur að við getum bætt í sambandi okkar?“ eða „mér líður ákaflega vel í sambandinu, en hvernig líður þér?“

Pör sem njóta þess að eyða tíma saman, án þess …
Pör sem njóta þess að eyða tíma saman, án þess að vera með stórkostleg plön eru gjarnan þau sem endast saman. Ljósmynd / Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál