Þetta eiga túristar víst að gera á Íslandi

Á vef Mind Body Green er mælt með að túristar …
Á vef Mind Body Green er mælt með að túristar á Íslandi smakki hákarl. mbl.is/Ómar Óskarsson

Á bandaríska vefnum Mind Body Green birtist nýverið grein þar sem Ísland er dásamað sem áfangastaður fyrir ferðamenn. Linden Schaffer, eigandi ferðaskrifstofunnar Pravassa, segir í greininni að óspillt náttúra, lágt fargjald frá Bandaríkjunum og lág glæpatíðni einkenni m.a. Ísland. En hvað mælir blaðamaður Mind Body Green með að erlendir ferðamenn geri á Íslandi?

Í greininni er mælt með að túristar:

Fari Gullna hringinn og sjái Þingvelli, Gullfoss og Geysi.

Slaki á í Bláa lóninu.

Rölti á Langjökli.

Smakki íslensku pylsuna.

Túristar flykkjast á Bæjarins beztu til að smakka íslensku pylsuna.
Túristar flykkjast á Bæjarins beztu til að smakka íslensku pylsuna. mbl.is/Ómar Óskarsson

Prófi íslenska „snakkið“, svo sem hákarl.

Reyni að sjá norðurljósin.

Fari í hvalaskoðun.

Skoði íslenska arkitektúrinn, eins og Hallgrímskirkju og Perluna.

Perlan er alveg málið samkvæmt grein Mind Body Green.
Perlan er alveg málið samkvæmt grein Mind Body Green. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál