5 mistök sem pör gera á samfélagsmiðlum

Samfélagsmiðlar eru fínir til síns brúks, en koma ekki í …
Samfélagsmiðlar eru fínir til síns brúks, en koma ekki í staðinn fyrir hefðbundin samtöl. Ljósmynd / Getty Images

Það er ekkert að því að deila vel völdum augnablikum með kunningjum sínum á samfélagsmiðlum, en þá er líka gott að velta fyrir sér ástæðunum sem liggja þar að baki. Kannski viltu ausa betri helminginn lofi, og hugsanlega viltu að aðrir viti að þú ert frátekin/n og í hamingjuríku sambandi. Svo má líka vel vera að þú hafir gaman að því að telja „lækin“.

Það kann þó ekki góðri lukku að stýra að láta móðan mása á samfélagsmiðlum í stað þess að deila tilfinningum sínum augliti til auglitis með betri helmingnum.

Vefurinn Prevention tók saman fimm stærstu mistökin sem hamingjusöm pör gera á samfélagsmiðlum:

Notast eingöngu við samfélagsmiðla til að játa ást sína
Það er ekkert að því að senda betri helmingnum sæt skilaboð, þar sem þú játar ást þína. Það kemur þó ekki í staðinn fyrir ástarjátningu augliti til auglitis.

Ætlast til þess að makinn hrósi þeim í hástert á samfélagsmiðlum
Hvort skiptir meira máli að maki þinn segi þér að þú sért frábær og hann sé lukkulegur með þig, eða að hann segi kunningjum ykkar á samfélagsmiðlum það. Persónulegt samtal ykkar á milli mun alltaf hafa betri áhrif á sambandið heldur en að hrósa makanum í hástert á samfélagsmiðlum.

Þau deila sínum innilegustu augnablikum
Innileg augnablik hætta að verða innileg um leið og þeim er deilt með heimsbyggðinni. Það þarf ekki að deila öllu á Facebook eða Instagram.

Þau nota samfélagsmiðla fyrir persónuleg samtöl
Stundum getur verið auðveldara að senda makanum skilaboð, í stað þess að hringja eða spjalla við hann í eigin persónu. Það er þó betra að fara varlega.

Þau lesa of mikið í samfélagsmiðla
Samfélagsmiðlar eru líkt og andlitsfarði, fólk nýtir sér gjarnan samfélagsmiðla til að fegra eigin hlut. Það sem fólk setur á samfélagsmiðla er ekki raunveruleikinn, heldur fegruð mynd af honum.

Listann í heild sinni má lesa hér.

Emoji-kallar eru góðir til síns brúks, en orð eru þó …
Emoji-kallar eru góðir til síns brúks, en orð eru þó oftast betri. Ljósmynd / Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál