Hefur misst allan áhuga á kynlífi

Það er best að tala opinskátt um vandann, í stað …
Það er best að tala opinskátt um vandann, í stað þess að byrgja hann inni. Ljósmynd / Getty Images

„Á síðustu fimm árum hef ég misst allan áhuga á kynlífi. Þetta hefur nú þegar kostað mig eitt samband og ég hef áhyggjur af því að nýja og yndislega kærastan mín muni einnig yfirgefa mig,“ segir í bréfi áhyggjufulls manns sem leitaði á náðir Pamelu Stephenson-Connolly, sambands- og kynlífsráðgjafa hjá The Guardian.

„Ekki misskilja mig, ég laðast enn að konum. Mig langar bara ekki að stunda kynlíf, tilhugsunin fyllir mig ótta og kvíða. Fyrrverandi kærastan mín varð ótrúlega reið og árásargjörn, þannig að það endaði alltaf á því að ég svaf hjá henni til að koma í veg fyrir frekari ágreining.“

Stephenson-Connolly veit vel hvað klukkan slær í þessum efnum, enda menntuð í sálfræði og sérfróð í vandamálum á kynferðissviðinu.

„Það er ekki að ástæðulausu sem fólk finnur hvert annað. Hvort sem þú hefur talað opinskátt um erfiðleika þína við kærustuna þína, eða ekki, er ég nokkuð viss um að hún viti af þeim. Það er ástæða fyrir því að hún valdi þig. Þú hljómar eins og þú sért afar einmana í sambandi þínu, en þú þarft ekki að þjást í þögn og vera svekktur og hræddur. Í staðinn skaltu telja í þig kjark og ræða opinskátt við kærustuna þína.“

„Byrjaðu á því að segja henni frá öllum jákvæðu tilfinningunum sem þú berð til hennar, reyndu síðan að létta á hjarta þínu. Segðu henni frá tilfinningum þínum til kynlífs, að þig langi að þóknast henni en það reynist þér erfitt.“

„Biddu hana að vinna í vandamálunum með þér, með hjálp fagaðila ef það er nauðsynlegt. Nánd krefst þess að þú sjáir maka þinn eins og hann raunverulega er, og hann sjái þig.“

Ljósmynd / Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál