Eiginmaðurinn hélt fram hjá og ég líka

Eiginkonan gómaði manninn við framhjáhald og hefndi sín.
Eiginkonan gómaði manninn við framhjáhald og hefndi sín. Skjáskot Women's Health

„Kæra E. Jean, ég vil ekki hljóma eins og hver annar vitlaus og angistarfullur einstaklingur sem skrifar til þín. Ég er vel menntuð, farsæl og vel stæð 32 ára kaupsýslukona. Fyrir tveimur árum giftist ég töfrandi og myndarlegum manni sem er framkvæmdastjóri eigin fyrirtækis. Ég veit að hann hélt fram hjá fyrstu eiginkonu sinni með eiginkonu númer tvö, og hann hélt fram hjá annarri eiginkonu sinni með þeirri þriðju. Mér,“ segir ónefnd kona í bréfi til ráðgjafans E. Jean.

„Spólum aðeins áfram. Ég stóð hann að verki við að halda fram hjá með samstarfskonu sinni, og í einhverju óðagoti og stundarbrjálæði ákvað ég að hefna mín. Og viti menn, nú er ég orðin ástfangin. Hann er frábær persónuleiki, umhyggjusamur og það besta er að hann er frábær elskhugi. Hann er þó ekki mjög metnaðargjarn og þénar litla peninga. Ég lifi þægilegu lífi, á fallegt hús og flottan bíl. Á ég að fleygja öllu frá mér, eða vera áfram hjá eiginmanni mínum?“

Ráðgjafinn var ekki lengi að leysa úr flækjum kaupsýslukonunnar, og svaraði um hæl.

„Haltu þig við glaumgosann. Þú vissir vel að hverju þú gekkst þegar þú giftist kjánanum, þið tvö eruð samsteypa. Þú elskar ekki fátæka elskhugann. Ef þú gerðir það hefðir þú ekki skrifað mér, heldur værir búin að stinga af með honum án þess að leiða hugann að því hverju þú þyrftir að fórna.“

Pistilinn í heild sinni má lesa hér.

Kaupsýslukonan kann vel að meta fína bílinn sinn.
Kaupsýslukonan kann vel að meta fína bílinn sinn. Ljósmynd / Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál