Vildi að hjákonan færi í fegrunaraðgerð

Hin 28 ára gamla Sally sagði farir sínar ekki sléttar …
Hin 28 ára gamla Sally sagði farir sínar ekki sléttar eftir að hafa kynnst elskhuga sínum. Ljósmynd / Getty Images

„Ég hitti hann í vinnuferð fyrir þremur árum, en til að byrja með var hann lærifaðir minn. Afar fáir vissu að hann var giftur, en hann gekk aldrei með giftingarhring,“ segir hin 28 ára gamla Sally, sem lýsir reynslu sinni af því að hafa átt í sambandi við giftan mann.

„Hann var vel gefinn og öruggur með sjálfan sig. Hann var einnig 10 árum eldri en ég, sem gerði það að verkum að ég leit upp til hans. Hann hrósaði mér fyrir störf mín, og samband okkar þróaðist yfir í vináttu. Að lokum urðum við elskendur.“

„Eftir fyrsta kossinn sagði hann mér að hann væri giftur. Hann sagði mér að hún hefði komið afar illa fram við hann og ég fann til með honum. Ég réttlætti sambandið fyrir mér, en á stundum þótti mér eins og ég hefði farið yfir strikið.“

„Mér þótti æsandi að geta ekki fengið hann allan, en fannst samt erfitt að geta ekki gert hluti með honum sem venjuleg pör gera. Hann vildi til að mynda aldrei hitta vini mína.“

„Sambandið leið fljótlega undir lok þegar ég komst að því að hann var sjálfur sekur um alla þá hluti sem hann sakaði konuna sína um. Hann beitti mig andlegu ofbeldi og var nærri því búinn að slá mig í andlitið eitt sinn, en ég náði að bera fyrir mig höndum. Síðan brast hann í grát. Hann drakk of mikið og gerði fátt annað en að rífast. Hann reyndi að fá mig til að fara í fegrunaraðgerð og fljótlega áttaði ég mig á því að hann var sá klikkaði.“

Frásögnina í heild sinni má lesa í Cosmopolitan.

Það getur verið flókið að vera hin konan.
Það getur verið flókið að vera hin konan. Ljósmynd / Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál