Nokkrar hljóðlátar stellingar

Stundum er ekki í boði að vera með mikil læti.
Stundum er ekki í boði að vera með mikil læti. Skjáskot / Women's Health

Hvort sem þú deilir herbergisvegg með börnunum þínum, ert í heimsókn hjá tengdó, eða bara eitthvað allt annað – getur hljóðlátt kynlíf stundum verið það eina sem er í boði.

Ekki láta það aftra ykkur, enda getur laumupúkalegt og hljóðlátt kynlíf verið sérlega skemmtilegt.

Vefurinn Women‘s Health tók saman nokkrar stellingar sem eru einstaklega hentugar ef hamagangurinn má ekki vera mikill.

Letihaugurinn
Hvað skal gera: Skelltu nokkrum púðum fyrir aftan bak kærastans, sem á að sitja flötum beinum á rúminu (eða gólfinu). Komdu þér fyrir í kjöltu hans, og komdu fótunum fyrir á rúminu. Þú getur síðan stjórnað hreyfingunum með því að spyrna fótunum. Hristingurinn ætti því ekki að vera mikill, og lætin eftir því.

Letihaugurinn er sniðugur ef ekki má heyrast mikið.
Letihaugurinn er sniðugur ef ekki má heyrast mikið. Skjáskot / Women's Health

Öfugur trúboði
Karlinn liggur á bakinu, og konan kemur sér haganlega fyrir ofan á honum. Þessi stelling er ekki hávaðasöm, enda getur hún verið sérlega hentug ef ekki á að vekja þá sem sofa í næsta herbergi.

Öfugur trúboði virkar vel þar sem veggir eru þunnir.
Öfugur trúboði virkar vel þar sem veggir eru þunnir. Ljósmynd / Women's Health

„Spoon“ augliti til auglitis
Auðvelt er að byrja í trúboðastellingunni, og færa sig svo yfir í þessa. Gott er að nota handleggina til þess að styðja við efri hluta líkama betri helmingsins.

Ljósmynd / Women's Health
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál