Gjá í hjónabandinu – hvað er til ráða?

Valdimar Þór Svavarsson, ráðgjafi hjá Lausninni.
Valdimar Þór Svavarsson, ráðgjafi hjá Lausninni. mbl.is/Árni Sæberg

Valdimar Þór Svavarsson, ráðgjafi hjá Lausninni fjölskyldumiðstöð, svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér er hann spurður að því hvort það sé ráð að ung hjón fari til hjónabandsráðgjafa eða sambandsráðgjafa. 

Sæll,

við hjónin höfum verið saman í rúman áratug og þar af gift í 4 ár. Það gengur allt saman ágætlega þannig, erum ástfangin og gætum ekki hugsað okkur lífið án hvort annars. Erum meira að segja án þess að við viljum í raun viðurkenna það mjög háð hvort öðru. 

En það er rosalega stór gjá á milli okkar hvað samskipti varðar. Við getum ekki eða kunnum ekki að tala saman af einhverri alvöru. Oft er það vegna þess að við eigum mjög erfitt með að koma hlutunum rétt frá okkur og endar það með pirringi af beggja hálfu vegna mögulegs misskilnings eða bara hvernig við hljómum. Ég tala oft þannig eins og ég sé að skamma hann þótt það sé ekki meiningin eða raunin og hann er svo kaldhæðinn, virkar á mann eins og hann viti betur, en það er bara hvernig hann hljómar, ekki endilega það sem hann er að segja. Það er erfitt að koma þessu í orð. 

Mig langar að við förum til hjónabandsráðgjafa og höfum oft talað um það eða það er að segja ég hef talað um það. Auðvitað er þetta miklu meira en bara þetta hvernig samskiptin eru en ég held fyrst og fremst að það sé grunnurinn að öllum okkar vandamálum. Hvernig getum við lagað þetta, getum við það sjálf eða er betra að fá þriðja aðila inn í dæmið.

 

Góðan daginn og takk fyrir spurninguna.

Það er einmitt þannig að þegar við eigum í samskiptum er það ekki endilega hvað við segjum heldur hvernig við segjum það, sem skiptir máli. Upplifun hvers og eins er mjög mismunandi hvað þetta varðar og af þessu skapast gjarnan vandamál í samskiptum þar sem annar aðilinn segir eitt en hinn heyrir í raun eitthvað allt annað. Þetta er mjög algengt viðfangsefni og í stuttu máli er svarið við spurningunni að það getur verið afar gagnlegt að fá þriðja aðila til þess að aðstoða ykkur í að lagfæra samskiptin. Ástæðan er sú að við erum einstaklega vanaföst og oftar en ekki byggja samskiptahættir okkar á lærðri hegðun sem nær allt til uppvaxtarins. Það er því hægara sagt en gert að breyta slíkum venjum, jafnvel þótt maður sé meðvitaður um þær og vilji breyta þeim.

Gangi ykkur allt í haginn.

Með bestu kveðju,

Valdimar Þór Svavarsson, ráðgjafi hjá Lausninni

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Valdimari spurningu HÉR

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál