Hver er töfratalan?

Fólk virðist vilja að makar þeirra hafi átt fáa bólfélaga …
Fólk virðist vilja að makar þeirra hafi átt fáa bólfélaga í gegnum tíðina. Ljósmynd / Getty Images

Margir hafa löngum velt fyrir sér hvað sé „passlegt“ að hafa átt marga bólfélaga í gegnum tíðina. Bresk rannsókn hefur leitt í ljós hvaða tala þykir heppilegust, en hún er líklega lægri en flestir hefðu gert sér í hugarlund.

Rannsóknin fór fram við háskóla í Nottingham, Bristol og Swansea, en niðurstöður hennar birtust í Journal of Sex Research.

Samkvæmt frétt Daily Mail er töfratalan þrír og á það bæði við um karla og konur. Þegar þátttakendur voru spurðir að því hvað þeim þætti heppilegast að tilvonandi maki þeirra hefði sængað hjá mörgum var svarið oftast tveir.

„Maki sem hefur átt í óþarflega víðtækum kynlífssamböndum er hlutfallslega verri kostur til að eiga í langtíma einkvænissambandi við,“ segir Dr. Steve Stewart-Williams, sem fór fyrir rannsókninni.

Þá var enn fremur greint frá því að konum þættu karlmenn sem hefðu átt fleiri en sex bólfélaga minna aðlaðandi heldur en þeir sem ekki hefðu komið jafnvíða við. Karlmenn voru hins vegar viljugri en konur til að sænga hjá einhverjum sem ekki hefði neina kynlífsreynslu.

188 manns tóku þátt í rannsókninni, og voru þátttakendur á aldrinum 18-35 ára.  Flestir þátttakendur höfðu þó sængað hjá fleirum en tveimur aðilum, og var meðalfjöldi bólfélaga kvenna 5,81 á meðan karlmenn höfðu að jafnaði átt 8,4 bólfélaga.

Flestir sem tóku þátt í rannsókninni höfðu átt talsvert fleiri …
Flestir sem tóku þátt í rannsókninni höfðu átt talsvert fleiri bólfélaga en þeim þótti sjálfum heppilegt. Ljósmynd / Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál