Fyrrverandi kærastan var mun fallegri

Hin unga kona hefur áhyggjur af útliti fyrrverandi kærustunnar.
Hin unga kona hefur áhyggjur af útliti fyrrverandi kærustunnar. Ljósmynd / Getty Images

„Ég er á þrítugsaldri, en kærastinn minn til tveggja ára er þrítugur. Samband okkar er frábært og hann fær mig til að hlæja endalaust. Það eina sem ég á í vandræðum með er hversu lág kynhvöt hans er. Við höfum rætt þetta og hann lofaði mér að þetta sé ekki mín sök. Engu að síður er sjálfstraust mitt í molum, en ég veit að ég er ekki eins aðlaðandi og fyrrverandi kærastan hans.“

Svona hljómar fyrirspurn ungrar konu sem leitaði á náðir kynlífs- og sambandsráðgjafa The Guardian, Mariellu Frostrup.

„Þú þarft að hætta að kenna sjálfri þér um,“ svaraði Frostrup um hæl.

„Hugsanlega er þetta eitthvað sem þið getið lagað ef þið vinnið að því í sameiningu. Ójafnvægi í kynhvöt para getur haft slæm áhrif á sjálfstraust beggja aðila, en þetta er vandamál sem getur verið erfitt að laga. Það er erfitt að ræða þetta vandamál og jafnvel erfiðara að lifa með.“

„Þið eruð bæði enn ung og ég get fullvissað þig um að þið eruð bæði á hátindi ykkar hvað kynlíf varðar, en ef þið getið ekki unnið úr vandamálum ykkar núna er ólíklegt að þið munið geta gert það í framtíðinni.“

Það getur verið erfitt þegar kynhvöt para er ekki sambærileg.
Það getur verið erfitt þegar kynhvöt para er ekki sambærileg. Ljósmynd / Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál