Ætti ég að hundsa manninn minn?

Það kann iðulega ekki góðri lukku að stýra að hefna …
Það kann iðulega ekki góðri lukku að stýra að hefna sín. Ljósmynd / Getty Images

„Kæra E. Jean, maðurinn minn vinnur úti á landi, en kemur heim um helgar. Það er besta leiðin okkar til þess að lifa af í þessum klikkaða efnahag. Við ákváðum að hann skyldi hringja heim á hverju kvöldi, áður en við förum í háttinn. Maðurinn er þó einn sá allra versti í samskiptum,“ segir í bréfi pirraðrar eiginkonu til ELLE, en hún kann illa við að vera hundsuð.

„Stundum þarf ég að ná af honum tali, í dag átti hann til dæmis að setja sig í samband við lækninn sinn, en eins og vanalega hundsaði hann skilaboðin mín. Þetta er alltaf að gerast, og þetta gerir mig brjálaða.“

„Mig langar helst að hætta að tala við hann og svara ekki í símann þegar hann hringir á kvöldin. Ég veit að það er barnalegt, en hefndin yrði sæt. Ég vil bara gera hann jafnpirraðan og hann gerir mig.“

Ráðgjafinn var að sjálfsögðu með svör á reiðum höndum og ráðlagði konunni að nýta sér ástandið sambandinu sér í vil.

„Svona, svona. Blandaðu þér kokteil, skelltu þér í eitthvað æsandi og kveiktu á Facetime. Leystu þína innri daðurdrós úr læðingi og spjallaðu við manninn sem þú elskar. Ertu að grínast, þetta er kynþokkafyllra heldur en að hafa hann heima. Mundu að aðskilnaðurinn skapar óþreyju eftir því að vera saman. Ekki eyðileggja það.“

Ráðgjafinn ráðlagði konunni frekar að klæmast í símann, í stað …
Ráðgjafinn ráðlagði konunni frekar að klæmast í símann, í stað þess að ergja sig. Ljósmynd / Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál