Neyddi elskhugann í hjónaband

Hveitibrauðsdagarnir geta ekki varað að eilífu.
Hveitibrauðsdagarnir geta ekki varað að eilífu. Ljósmynd / Getty Images

„Hæ E. Jean, ég hef gert svolítið slæmt. Ég neyddi elskhuga minn til þess að giftast mér (setti honum afarkosti og svo framvegis). Núna er yndislegi, ástríki maðurinn minn orðinn alger martröð. Hann segir hryllilega hluti við mig, gerir grín að því að ég sé grænmetisæta og nýtur aðeins ásta með mér tvisvar í viku. Ég er úrvinda.“

Svona hljómar fyrirspurn ungrar konu, sem sér eftir hveitibrauðsdögunum og leitaði því á náðir ráðgjafa tímaritsins Elle. Málið vafðist að sjálfsögðu ekki fyrir ráðgjafanum, sem var með ráð undir rifi hverju.

„Það er elsta sagan í bókinni að brúðurin, brúðguminn, eða bæði verða alger martröð. Þetta þýðir einfaldlega að hveitibrauðsdagarnir eru búnir. Á þessum stað eru engir kossar. Hefur þú tekið eftir því? Þegar kossarnir hætta, er hjónabandið í hættu.“

„Til að hrista upp í þessu skaltu hætta að tala og byrja að kyssa. Til dæmis, þegar hann gerir grín að þér fyrir að vera grænmetisæta skaltu faðma hann að þér, þrýsta mjöðmunum að hans og hvísla að honum að hann sé eina dýrið sem þú viljir. Það ætti að þagga niður í honum.“

Eiginkonunni finnst karlinn ekki standa sig í bólinu.
Eiginkonunni finnst karlinn ekki standa sig í bólinu. Ljósmynd / Getty images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál