Ertu óvart að slátra sambandinu?

Þú getur ekki látið vinkonur þínar ákveða hvort maki þinn …
Þú getur ekki látið vinkonur þínar ákveða hvort maki þinn sé í lagi eða ekki. mbl.is/ThinkstockPhotos

Það að vera í ástarsambandi getur verið flókið og til eru margar leiðir til að eyðileggja sambandið. Á vefnum Shero.dk er samantekt um ómeðvitaða hegðan kvenna sem getur eyðilagt góð sambönd við maka. Samantektin er um margt fróðleg og getur klárlega einnig átt við um karla. Kannast einhver við þessi einkenni?

1. Þú hugsar of mikið um hvernig vinkonum þínum líkar við makann. Hafðu í huga að makinn er þinn og ekki maki vinkvenna þinna. Álit þeirra er ekki afgerandi og á ekki að skipta máli um það hvort þú sért með þeim eina rétta.

2. Þú ætlast til að hann segi nákvæmlega það sem þú vilt heyra, alltaf. Ekki gleyma því að makinn getur ekki lesið hugsanir og þú mátt ekki verða pirruð ef hann segir ekki alltaf réttu hlutina á réttum tímum. Það er eitthvað sem enginn getur.

3. Þú berð samband ykkar saman við sambönd annarra. Hættu því. Sambönd eru eins misjöfn og þau eru mörg. Það að önnur pör fari í sleik á almannafæri þýðir alls ekki að þitt samband sé eitthvað verra eða ómerkilegra. Við erum einfaldlega ólík og höfum hvert okkar hegðunarmynstur.

4. Þú pælir endalaust í aðstæðum og framkomu makans. Hættu að reyna að sjá eitthvað neikvætt út úr hegðan makans. Það að hann hafi ekki sagst elska þig í tvo daga, kemur heim á öðrum tíma en hann áætlaði eða svarar ekki SMS-skilaboðum á núll einni þýðir ekki endilega að sambandið sé að fara í vaskinn. Þráhyggja í þessum efnum getur hins vegar komið sambandinu í vaskinn.

5. Þú gerir miklar kröfur til makans en ekki til þín. Maður þarf alltaf að vera meðvitaður um að það má ekki gera endalausar kröfur til makans og sérstaklega ef maður er ekki sjálf að standa sig.

6. Þú ert farin að leggja áherslu á yfirborskennd atriði í sambandi. Ef þú ert að miklu leyti farin að velta fyrir þér hvernig þið lítið út sem par í augum annarra ertu komin á villigötur. Ef þú pælir aðallega í því hvort þið lítið út fyrir að vera ástfangin þegar þið eruð meðal fólks í stað þess að njóta samvistanna við makann þarftu að velta hlutunum fyrir þér.

mbl.is/ThinkstockPhotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál