Karlinn vill hvorki kynlíf né kúr

Hjónabönd eru ekki alltaf dans á rósum.
Hjónabönd eru ekki alltaf dans á rósum. Ljósmynd / Getty Images

„Ég er 58 ára og eiginmaður minn er 56 ára, en við höfum verið saman í 15 ár. Hann hefur aldrei verið áhugasamur um kynlíf, en undanfarin þrjú ár höfum við varla lifað neinu kynlífi,“ segir í bréfi konu sem leitaði á náðir Pamelu Stephenson Connolly, kynlífs- og sambandsráðgjafa The Guardian.

„Hann sefur venjulega í gestaherberginu og hefur ekki einu sinni áhuga á því að kúra. Hann er alkóhólisti í bata og er nýfarinn að sækja AA-fundi.“

„Það er mikilvægt að þú áttir þig á tengslunum á milli áfengisneyslu hans, áhugaleysis hans til kynlífs og tregðu hans við að sýna þér væntumþykju,“ svaraði Stephenson-Connolly um hæl.

„Ég skil að þú sért döpur, en það gæti verið betra að þrýsta ekki of mikið á hann fyrst um sinn. Reyndu að vera þolinmóð og styðja við bakið á honum. Þegar hann hefur verið allsgáður í einhvern tíma getur þú byrjað að lýsa eigin hugarangri fyrir honum, án þess að ásaka hann. Síðan getur þú beðið hann um afar ákveðna hluti, eins og faðmlög kvölds og morgna.“

„Að setja honum skýr mörk getur akkúrat verið hvatningin sem hann þarf á að halda. Að lokum skaltu fara fram á að þið ræðið saman um kynlíf, en gott getur verið að umræðurnar fari fram með sérfræðingi.“

Samband er fremur innantómt ef nándina skortir.
Samband er fremur innantómt ef nándina skortir. Ljósmynd / Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál