Stefnumótið endaði með ósköpum

Það er ekki eintómur dans á rósum að fara á …
Það er ekki eintómur dans á rósum að fara á stefnumót. Ljósmynd / Getty Images

„Á öðru stefnumóti skelltum við okkur út að borða og svo í drykk á fínan bar. Þegar við yfirgáfum barinn settist ég upp í bíl með honum og sagði honum hvernig hann kæmist heim til mín. Þá sagði hann mér að ég ætti frekar að koma heim með honum. Ég hafnaði heimboðinu, vegna þess að ég var ekki tilbúin að sofa hjá honum strax,“ segir hin 26 ára Ashley, þegar hún lýsir sínu versta stefnumóti fyrir lesendum Women's Health.

„Þegar ég sagði honum að ég vildi ekki fara með honum svaraði hann mér því til að hann myndi aldrei tala aftur við mig aftur ef ég færi ekki heim með honum. Það var sjokkerandi að sjá hversu ágengur hann var. Það var reglulega glatað þar sem ég hafði haldið að hann væri fínn gaur.“

„Ég sagði honum að fara til fjandans og hann bað mig að fara út úr bílnum. Síðan skildi hann mig eftir á miðju bílastæðinu. Ég þurfti að taka leigubíl til þess að komast heim, en er glöð að hann skyldi sýna sitt rétta andlit.“

Ljósmynd / Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál