Ekki láta þér leiðast á laugardagskvöldi

Það þarf ekki að vera alslæmt að eyða tíma með …
Það þarf ekki að vera alslæmt að eyða tíma með sjálfum sér. Getty images

Eru engin plön í kvöld? Ekki láta það buga þig og skelltu í eitt stykki frábært kvöld með sjálfum þér og nýttu kvöldið mögulega í hluti sem þú ert búinn að ætla að gera lengi.

1. Breyttu heima hjá þér. Það er svo nærandi að gera fínt heima hjá sér og mögulega hreyfa við nokkrum hlutum. Vafraðu aðeins á netinu og fáðu skemmtilegar hugmyndir, hentu drasli, leyfðu gömlum púðum að hvíla sig og færðu til blóm, bækur og aðra smámunu. Það er merkilegt hvað litlar aðgerðir sem þessar geta lyft andanum á heimilinu.

2. Hringdu í vini og vandamenn sem þú ert búinn að ætla að heyra í lengi. Við könnumst öll við það að ætla að fara að hafa samband við hinn og þennan. Vertu týpan sem stendur við stóru orðin og sláðu á þráðinn í stað þess að láta þér leiðast yfir mynd sem þú manst ekki eftir á morgun. Innihaldsrík samtöl við góðan vin skilja aðeins meira eftir sig.

3. Skemmtu þér. Já það er hægt að skemmta sér einn. Hlustaðu á uppáhaldstónlistina þína og dansaðu við hana ef að andinn kemur yfir þig. Það losar um stress og lífgar upp á andann að dansa svolítið og það þarf svo sannarlega ekki heilan skemmtistað til þess að láta verða að því. Svo slepptu af þér takinu á stofugólfinu og ekki vera feiminn, því það er enginn að horfa.

4.Farðu yfir myndir í tölvunni og sendu í framköllun. Þetta er eitt af því sem að margir eru með á „to do“-listanum sínum ár eftir ár og með tímanum verður verkefnið nánast óyfirstíganleg. Taktu hraða yfirferð, flokkaðu myndirnar og settu þér markmið um að framkalla aðeins þær allra bestu og skemmtilegustu og settu svo í albúm næst þegar þú ert einn heima á laugardagskvöldi, sem dæmi.

5. Skelltu í alvöru heimadekur. Láttu renna í heitt freyðibað, helltu uppáhaldsvíninu þínu í fallegt glas. Settu ljúfa tóna á fóninn. Skrúbbaðu andlit og kropp hafðu það ljúft. Skelltu þér svo beint í sloppinn á eftir og haltu áfram að njóta þess að vera einn heima.

Gott dekur endurnærir líkama og sál.
Gott dekur endurnærir líkama og sál. Getty images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál