Sendu daðursleg skilaboð á makann

Svolítið daður á milli maka getur gert gert hversdagsleikann mun …
Svolítið daður á milli maka getur gert gert hversdagsleikann mun ánægjulegri. Getty images
1. Væntumþykja
Væntumþykja er eitthvað sem skiptir miklu máli í góðu sambandi. Vissulega er gott ef hún er til staðar en þá má án efa tjá hana oftar með orðum. Ef þú hugsar fallega til maka þíns yfir daginn eða upplifir augnablik af þakklæti þar sem þú situr í vinnunni, sendu honum þá skilaboð um þessar hugsanir þínar og tjáðu honum hversu mikils virði hann er þér.
2. Minningar
Öll pör eiga fallega minningar sem gaman er að ylja sér við. Rifjaðu upp skemmtilegt augnablik sem að þú veist að dregur fram bros á andliti maka þíns og sendu honum það á SMS-i. Bara tilhugsunin um brosið hans ætti einnig að gera daginn þinn betri.
3. Söknuður
Ef þið eruð fjarri hvort öðru af einhverjum ástæðum ekki hika þá við að tjá ykkur um söknuð eða aðrar tilfinningar sem þið upplifið á meðan. Það er fátt notalegra en að upplifa það að maki manns hugsi fallega til manns og segi manni það. „Vildi óska þess að ég lægi í fanginu þínu akkúrat núna,“ gæti til dæmis verið hugmynd að sætum skilaboðum.
4. Ástarjátningar
Vissulega vitið þið að þið elskið hvort annað, annars væruð þið líklega ekki saman. En að fá sæt skilaboð þess eðlis þegar maður á síst von á þeim getur gert daginn. Ekki hika við að senda eina litla ástarjátningu á makann þinn þegar andinn kemur yfir þig. Þú veist hvað tilfinningin er góð.
5. Draumar og daður
Notið SMS til að plana rómantískt stefnumót og jafnvel eitthvað heitara. Leikið ykkur að því að plana saman og koma með hugmyndir að samverustundum. Og já það má skrifa allt sem maður hugsar. Ekki gleyma að hafa svolítið gaman og halda neistanum á lofti.
Nánd í sambandi skiptir höfuðmáli.
Nánd í sambandi skiptir höfuðmáli. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál