Má kvarta undan trúlofunarhringnum?

Konunni hugnaðist ekki trúlofunarhringurinn.
Konunni hugnaðist ekki trúlofunarhringurinn. Ljósmynd / Getty Images

„Ég elska kærastann minn, en eftir að hafa látið hann fá ótal vísbendingar um trúlofunarhringa sem ég myndi vilja bera, fór hann og keypti hring sem er ósköp fallegur en alls ekki það sem ég vil þurfa að vera með það sem eftir er. Mig langar að skipta hringnum, er það ásættanlegt?“

Svona hljómar bréf konu, sem er hreint ekki sátt við trúlofunarhringinn sem hún fékk að gjöf frá tilvonandi eiginmanni sínu. Hún leitaði því á náðir sérlegs ráðgjafa tímaritsins Elle.

„Dömum er leyfilegt að brydda upp á umræðuefninu við eitt tilefni og það er á fimm ára brúðkaupsafmælinu. Það er auðvitað í lagi að  öskra á hann að hringurinn sé ljótur þegar þú ert að koma frumburði hans í heiminn, en það er ekki nauðsynlegt. Að segja náunganum að þú viljir ekki bera hringinn áður en að þessum tímamótum kemur er kaldlynt og ósmekklegt. Sérstaklega í ljósi þess sem hann gaf þér fallegan hring.“

Kannski er farsælla að leyfa unnustunum að velja skartið sem …
Kannski er farsælla að leyfa unnustunum að velja skartið sem þær þurfa að bera um ókomna tíð. Ljósmynd / Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál