Íslenskur maður „þarf“ hjákonu

mbl.is/ThinkstockPhotos

Valdimar Þór Svavarsson, ráðgjafi hjá Lausninni fjölskyldumiðstöð, svarar spurningum lesenda. Hér fær hann spurningu frá manni sem íhugar að fá sér hjákonu. 

Blessaður.

Ég er búinn að vera í sambúð með konu í 4 ár og eigum við eins árs dóttur saman. Okkur líður ágætlega saman en kynlífið er í steik. Hvernig get ég komið því að hjá henni að ég þurfi að fá mér hjákonu án þess að allt fari í bál og brand. 

Kv, El-Toro

:

Sæll El-Toro og takk fyrir spurninguna.

Svarið er einfalt, þú þarft ekki að koma því að hjá henni. Ef hugmyndin þín um að leysa vandamál á kynferðissviðinu er að stunda framhjáhald þá er best að þú ljúkir sambandinu sem þú ert í og farir ekki í fast samband þar sem heiðarleiki, virðing og samvinna ættu að vera leiðarljós.

Rétt er að benda á að það eru ýmsar leiðir til þess að vinna með kynlífið og ráðgjafar til reiðu búnir að aðstoða á því sviði.

Með bestu kveðju, 

Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi

Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi hjá Lausninni.
Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi hjá Lausninni. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál