Kærastinn heimtar að eyða gömlum myndum af fyrrverandi

Afbrýðisemi er ekki góður mannkostur.
Afbrýðisemi er ekki góður mannkostur. Ljósmynd / Getty Images

„Kæra E. Jean, ég er 25 ára og kærastinn minn er 27 ára. Við höfum verið saman í hálft ár og erum farin að velta fyrir okkur að ganga í hjónaband. Það kom þó babb í bátinn, í myndasafninu mínu í tölvunni á ég myndir af vinum mínum og fyrrverandi kærustum. Hann vill að ég eyði þeim öllum. Er sanngjarnt að ég þurfi að eyða minningum mínum?“ segir ung kona sem leitaði til ráðgjafans E. Jean.

„Ekki eyða myndunum,“ svaraði ráðgjafinn um hæl.

„Sérhver þessara gömlu kærasta er gersemi. Sérhver þöngulhaus, groddi, fábjáni og prins sem þú hefur átt í sambandi við í gegnum tíðina er varða í lífi þínu. Hvernig átt þú að geta munað allar lexíurnar sem þú hefur lært í lífinu ef þú mátt ekki horfa á vitleysingana sem sögðu þér upp. Hver á eiginlega fortíð þína? Þú eða þessi vitleysingur sem þú ert að hitta?“

„Ef þú heldur að hann sé sá eini rétti hefur þú ekki heyrt fréttirnar. Þegar maður reynir að afmá framtíð þína, með því að ráðast inn í einkalíf þitt, kann það ekki góðri lukku að stýra upp á framtíðina. Ráðríki er leiðinlegur galli sem á venjulega rætur að rekja til óöryggis. Reyndu að hughreysta hann, en ef hann getur ekki jafnað sig á vitleysunni skaltu eyða honum næst þegar hann minnist á myndirnar.“

Kærastinn vill ekki sjá myndir af gömlum kærustum.
Kærastinn vill ekki sjá myndir af gömlum kærustum. Ljósmynd / Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál