Óframfærin eftir framhjáhald eiginmannsins

Það getur verið erfitt að endurbyggja traust til makans.
Það getur verið erfitt að endurbyggja traust til makans. Ljósmynd / Getty Images

„Eiginmaður minn var fyrsti maðurinn sem mér fannst ég geta sleppt fram af mér beislinu með, hvað kynlíf varðar. Eftir því sem árin liðu uxum við þó í sundur, fórum að taka hvort öðru sem sjálfsögðum hlut og hann hélt fram hjá. Við erum nú að endurbyggja sambandið, en sárin koma í ljós þegar kemur að kynlífi. Bæði erum við feimin við að eiga frumkvæðið og ég óttast höfnun,“ segir kona sem leitaði á náðir Pamelu Stephenson-Connolly, sambands- og kynlífsráðgjafa The Guardian.

„Það er eðlilegt að óttast höfnun, sér í lagi þegar maki hefur valdið særindum með því að koma óheiðarlega fram. Það tekur tíma að endurbyggja traust og kynhvöt okkar tengist öryggiskenndinni sem við upplifum,“ segir ráðgjafinn.

„Það er aldrei auðvelt að vera afslappaður, opinn og geta tengst einstakling sem hefur valdið manni særindum. Þú bentir þó einnig á að þú hafir ekki getað sleppt fram af þér beislinu í kynlífi áður en þú hófst samband með eiginmanni þínum. Þetta getur bent til vandamála sem eiga sér sögu sem nær lengra aftur en samband ykkar. Líkamlegt kynheilbrigði er ekki nóg til að tryggja langtíma nánd. Án tilfinningalegs heilbrigðis mun fólki alltaf finnast það vera brothætt og óöruggt í kynferðissamböndum sínum.“

Ljósmynd / Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál