Kærastinn var í opnu hjónabandi

Ljósmynd / Getty Images

„Kæra E. Jean, ég hef verið að hitta giftan mann í nokkra mánuði. Allt var í lukkunnar velstandi og hann sagði mér að hann væri ekki ótrúr skíthæll heldur væri hann við það að skilja við konuna sína. Og ég trúði honum,“ segir ráðþrota kona í pósti til sambandsráðgjafa tímaritsins Elle.

„Fyrir nokkrum dögum vorum við hins vegar á kaffihúsi þegar konan hans gengur inn. Maðurinn sýndi engin viðbrögð og kynnti mig sem „nýju stelpuna“ sem hann væri að hitta. Konan heilsaði mér og sagði honum að hún væri á leiðinni út í búð og spurði hvort hann vantaði eitthvað. Síðan sagðist hún elska hann og kvaddi.“

„Hann játaði síðan að þau væru í opnu hjónabandi og hann ætlaði sér alls ekki að skilja við hana. Hann sagði mér að það væri mun auðveldara fyrir hann að segja að hann væri ótrúr, vegna þess að konur geta vel hugsað sér að vera „hin konan“, en geta ekki hugsað sér að vera ein af tveimur konum.“

„Ég reiddist og fannst ég svikin. Ég sendi því konunni hans skilaboð og sagði henni hvað hann hafði gert. Hún svaraði og sagðist ætla að ræða þetta við hann. Hvað get ég gert?“

Ráðgjafinn lá ekki á skoðunum sínum, frekar en fyrri daginn, og svaraði um hæl.

„Elskan, ég má til með að segja þér að þú ert hálfviti. Að eiga í sambandi við giftan mann, jafnvel með samþykki konu hans, mun alltaf hafa særindi í för með sér. Ekki endilega vegna þess að það er ósiðlegt, enda hefur hjónabandið sem stofnun tekið miklum breytingum á síðari árum. En að sofa hjá giftum manni og senda eiginkonunni síðan fýld og frekjuleg skilaboð ber með sér að siðferði þitt sé ekki með besta móti.“

„Þar sem þú ert ekki frillutýpan ráðlegg ég þér að forðast gifta menn í framtíðinni og játa fyrir sjálfri þér að þú ert hálfviti og reyna að kynnast sjálfri þér betur.“

Ljósmynd / Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál