8 atriði sem fólk þolir ekki við maka sinn

mbl.is/getty images

Það eru ákveðin atriði sem fólk þolir ekki við maka sinn. Prevention fór yfir málið og í ljós komu átta atriði sem konur og karlmenn þola ekki í háttalagi maka síns, sérstaklega þegar kemur að athugasemdum og gagnrýni.

Konur

Þegar hann gagnrýnir líkamann minn eða segir að ég sé feit.

Konur eru oft óöruggar með líkamann sinn og eru því viðkvæmar þegar hann er gagnrýndur. Þær vilja vera elskaðar eins og þær eru.

Honum líkar ekki hvernig ég lykta.

Mjög hátt hlutfall kvenna nefndi að þær hefðu verið gagnrýndar fyrir líkamslykt sína. Lykt af kynfærum maka þíns getur verið mikilvæg. Að finnast lykt maka þíns góð getur gefið undirmeðvitundinni vísbendingu um að genalega passið þið vel saman. Hinsvegar segir lyktin ekkert um persónu manneskjunnar.

Honum finnst ég of tilfinningarík.

Orð eins „þú ert klikkuð“, „þú grætur of mikið“ eða „þú ert svo dramatísk“ fara fyrir brjóstið á konum, þær eru einfaldlega að tjá tilfinningar sínar.

Kynlífslöngun mín er of lítil eða of mikil.  

Konurnar í könnunni nefndu að þær þyldu ekki að vera gagnrýndar fyrir að hafa of litla kynlífslöngun sami fjöldi kvenna nefndi að þeim þætti óþægilegt þegar sett væri út á það að þær hefðu of mikla kynlífslöngun.

Karlmenn

Henni finnst typpið á mér of lítið og lint.

Yfir heildina voru karlmenn mjög viðkvæmir fyrir gagnrýni á typpi. Athugasemdir eins og það væri ekki stórt eða ekki nógu hart voru ekki vinsælar.

Henni finnst ég ekki endast nógu lengi í rúminu.  

Karlmönnum þykir óþægilegt þegar sett er út á þá í kynlífinu hvort sem það tengist því að endast ekki nógu lengi eða kynlífslöngunin sé of mikil eða lítil.

Þegar hún gagnrýnir mig fyrir framan félaga mína.

Karlmenn eru líka viðkvæmir og það þarf að fara varlega þegar athugasemdir eru gerðar. Það er ekki vænlegt að gera það fyrir framan annað fólk.

Þegar hún setur út á vinnuna eða launin mín.

Margir karlmenn upplifa pressu þegar kemur að launum og vinnu, gamla tuggan um að þeir þurfi að sjá fyrir heimilinu virðist lifa með þeim.

mbl.is/getty images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál