Hefur ekki skoðun á hegðun Hildar

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur.
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur. mbl.is/Golli
Hildur Lilliendahl Viggósdóttir verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg er óhrædd að viðra skoðanir sínar á Facebook. Sindri Sindrason tók formann Samtaka um líkamsvirðingu, Töru Margréti Vilhjálmsdóttur, í viðtal í fréttum Stöðvar 2 á mánudaginn var. Þegar Tara sagði við Sindra að hann gæti ekki sett sig í spor minnihlutahópa því hann tilheyrði þeim ekki sagði hann það alrangt. Því hann væri hommi sem ætti ættleitt litað barn. 
Hildur setti þessa færslu inn á Facebook á þriðjudaginn.
Hildur setti þessa færslu inn á Facebook á þriðjudaginn.

Reykjavíkurborg er með siðareglur fyrir starfsmenn sína:

2. gr. Almennar starfsskyldur Starfsfólk gegnir störfum sínum af alúð og samviskusemi, án tillits til eigin hagsmuna eða persónulegra skoðana. Starfsfólk gætir kurteisi og réttsýni, hefur í heiðri heiðarleika og sanngirni og starfar í anda jafnréttis. Starfsfólk sýnir borgurum virðingu og umburðarlyndi og rækir störf sín af þjónustulund og ábyrgð. Starfsfólk upplýsir borgara um réttindi þeirra og þjónustu borgarinnar. Starfsfólk vinnur saman af heilindum að settum markmiðum starfseminnar, sýnir hvert öðru virðingu og virðir verkaskiptingu sín á milli. Starfsfólk forðast að hafast nokkuð það að sem er því til vanvirðu eða álitshnekkis eða varpað getur rýrð á það starf eða starfsgrein er það vinnur við. Starfsfólk aðhefst ekkert það sem falið getur í sér misnotkun á almannafé. Starfsfólk hefur ávallt í heiðri grundvallarreglur góðrar stjórnsýslu í störfum sínum og gætir þess að lögmæt og málefnaleg sjónarmið ráði för í starfsemi Reykjavíkurborgar. Þannig gæta starfsmenn þess að mismuna ekki borgurum á grundvelli stjórnmálaskoðana, þjóðernis, trúarbragða, kynþáttar, kynferðis, kynhneigðar, fötlunar eða samfélagslegrar stöðu að öðru leyti.

3. gr. Hæfni Starfsfólk gætir þess að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til starfs þess á hverjum tíma. Það leggur sig fram um að viðhalda faglegri hæfni sinni og þekkingu í starfi og auka hana sjálfu sér og starfseminni til hagsbóta. 

Smartland hafði samband við Dag B. Eggertsson borgarstjóra í Reykjavík og spurði hann hvort ummæli Hildar væru í samræmi við þær, sérstaklega 2. mgr. og 3. mgr. Dagur var einnig spurður að því hvort ummæli sem þessi dragi úr trúverðugleika og dragi úr líkum á því að borgarar leiti til starfsmanns sem kemur fram með þessum hætti? Hefur Reykjavíkurborg áhyggjur af því og sé svo verður eitthvað aðhafst vegna þessara ummæla og annarra samkynja ummæla starfsmannsins?

Dagur vildi ekki svara þessum spurningum en sagði: 

„Ég get ekki verið að hafa skoðun á öllu sem einstaka starfsmenn borgarinnar segja á facebook,“ segir Dagur B. Eggertsson. 



Hildur Lilliendahl Viggósdóttir.
Hildur Lilliendahl Viggósdóttir. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál