Það sem þú átt ekki að segja

Það er gott að hugsa áður en maður talar.
Það er gott að hugsa áður en maður talar. mbl.is/Thinkstockphotos

Margir kannast við að hlutir komi vitlaust út úr þeim. Þetta útskýrist af því að fólk er ekki nógu félagslega meðvitað. Entrepreneur fór yfir nokkur algeng dæmi sem mættu betur fara.  

„Þú virðist vera þreyttur.“

Með þessu ertu að segja að einhver líti út fyrir að vera þreyttur sem getur þýtt að hann sé óaðlaðandi og líti illa út. Í þessu tilviki er betra að bera upp opnari spurningu eins og „er allt í lagi?“

„Þú ert alltaf...“ eða „þú gerir aldrei...“

Það er auðvelt að móðga fólk með alhæfingum. Það er betra að benda á hlutinn sem manneskjan gerði og segja „það lítur út fyrir að þú gerir þetta oft,“ eða „þú gerir þetta ekki nógu oft.“

„Eins og ég sagði áðan.“

Fólk á það til að gleyma, ef þú endurtekur orð þín á þennan hátt lítur það út eins og þú móðgist auðveldlega þegar fólk gleymir því sem þú sagðir. Það væri betra að endurtaka hlutinn aftur og þá kannski á skýrari hátt en áður. 

„Þú ræður“ eða „það sem þú vilt.“

Ef manneskja spyr þig um skoðun þína þá gefur það til kynna að henni finnst mikilvægt að fá gott svar. Ef þú hefur ekki sterka skoðun er gott að segja til dæmis „ég er hef ekki sterka skoðun en það eru kannski nokkrir hlutir sem hægt er pæla í…“þannig er hægt að gefa hlutlausa skoðun.

„Ég hef að minnsta kosti aldrei...“

Ef þú hefur gert einhver mistök ekki breyta þá um umræðuefni og beina spjótunum að annarra manna mistökum. Það er mun sterkara að koma hreint fram og einfaldlega segja „mér þykir þetta leitt.“

„Vá þú ert búin að grennast svo mikið.“

Margir hafa eflaust sagt þetta og meint vel. En þetta getur gefið í skyn að manneskjan hafi verið of feit. Betra væri að segja „þú lítur frábærlega út.“ 

„Þú varst of góður fyrir hana hvort sem er.“

Þetta gefur í skyn að manneskjan hafi lélegan smekk á fólki.  Skynsamlegra væri að segja til dæmis „hennar missir.“

„Þú lítur frábærlega út miðað við aldur.“

Að nota manneskjuna sjálfa sem mælikvarða er ekki góð hugmynd, íþróttamaður mundi til dæmis ekki vilja vera gáfaður miðað við að hann sé íþróttamaður. Hér væri betra að segja „þú lítur vel út.“

Orð geta sært.
Orð geta sært. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál