Er sambandinu lokið?

Fólk fer í gegnum fimm skref áður en það hættir …
Fólk fer í gegnum fimm skref áður en það hættir alveg saman. mbl.is/Thinkstockphotos

Það er oft talað um að syrgjendur fari í gegnum nokkur sorgarstig en þetta á einnig við um sambandsslit. MyDomaine.com segir frá rannsókn þar sem farið er yfir þau fimm stig sem fólk fer í gegnum þegar það hættir saman.

Fyrsta stigið

Fyrsta stigið á sér stað áður en þú áttar þig á því að þú sért með efasemdir. Hugsanirnar eru þar með í undirmeðvitundinni.

Annað stig

Annað stigið á sér stað áður en þú áttar þig á því að þú vilt hætta með maka þínum en efasemdarhugsanir eiga sér stað. Á Þessu stigi er eðlilegt að hugsa „er þetta samband fyrir mig?“ og „það er eitthvað sem er ekki að virka í sambandinu“.

Þriðja stig

Á þriðja stigi ertu meðvitaður um að þú viljir hætta í sambandinu en veist ekki hvernig þú átt að fara að því. Fólk getur verið að fara yfir kosti og galla sambandsins á þessu stigi mánuðum saman.

Fjórða stig

Á fjórða stigi hefur eitthvað gerst og fólk hefur ákveðið að hætta saman. Sumir hætta að tala saman á þessu stigi.

Fimmta stig

Á fimmta stigi er lokauppgjörið, fólk tekur sína hluti og fer með þá heim til sín. Algjör viðskilnaður á sér stað. Ef fólk kemst í gegnum fimmta stigið er sambandinu líklega alveg lokið.

Það getur tekið fólk langan tíma að hætta saman.
Það getur tekið fólk langan tíma að hætta saman. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál