Ertu að deita réttu manneskjuna?

Það er mikilvægt að pör eigi vel saman.
Það er mikilvægt að pör eigi vel saman. mbl.is/Thinkstockphotos

Að vita hvort að einhver manneskja sé sú rétta fyrir mann getur verið snúið. Á meðan margir halda því fram að það sé gott fyrir sambönd að láta andstæður mætast er það líklegra að fólk sem líkist hvort öðru eigi auðveldara með að halda út til lengri tíma litið.

Mindbodygreen fór yfir nokkur atriði sem fólk getur miðað við til að komast að því hvort manneskja sé sú rétta. Því líkara sem fólk er í þessum atriðum er líklegra að sambandið gangi upp.

Skapgerð

Kemur ykkur oftast vel saman eða finnst þér hann eða hún oft pirrandi? Ef þú ert alltaf að pirra þig á skapgerð hennar eða hans ættirðu kannski að finna þér maka með persónuleika líkari þínum.

Samskipti

Ef þið tjáið ykkur og eigið í eins samskiptum er líklegt að þið séuð góð fyrir hvort annað. En ef annað ykkar byrgir allt inni þangað til það springur er líklegt að halla muni undan fæti.

Góð samskipti eru mikilvæg.
Góð samskipti eru mikilvæg. mbl.is/Thinkstockphotos

Nánd

Hér getur verið um að ræða rómantík, snertiþörf eða kynlíf. Fólk með svipaðar langanir og þarfir á betur saman.

Vinir og fjölskylda

Líkar ykkur við fjölskyldu og vini hvort annars og hafi þið sameiginlega sýn á hversu miklum tíma skal eyða með þeim? Eru þið sammála um hvernig foreldrar þið viljið vera. Þessir hlutir eru mikilvægir í samböndum.

Fjármál

Fjármál heimilisins eru oft eitthvað sem pör rífast um, það er því auðveldara ef pör deila sams konar hugsun og markmiðum þegar kemur að peningum.

Fólk rífst oft um peninga.
Fólk rífst oft um peninga. mbl.is/Thinkstockphotos

Menntun og bakgrunnur

Fólk þarf ekki endilega að vera með eins mikla menntun og maki þeirra. Það er hins vegar þannig að fólk með sams konar menntun, hvort sem það er úr hefðbundnu skólakerfi eða sjálfsmenntun, eða bara atvinnureynslu og bakgrunn, skilur hvort annað betur.

Matarvenjur

Það getur verið erfitt ef annar aðilinn er vegan og borðar glútenfrían mat á meðan hinn vill bara borða skyndibita. Þetta getur litið út fyrir að lítið mál en það getur verið erfitt að koma sér aldrei saman um hvað eigi að vera í matinn.

Fólk vill getað borðað kvöldmat með maka sínum.
Fólk vill getað borðað kvöldmat með maka sínum. mbl.is/Thinkstockphotos

Hvað er til ráða ef þið eruð ekki eins?

Það þýðir ekki að þið getið ekki átt samleið saman en þú gætir þurft að velja um eftirfarandi.

1. Hætta að pirra þig á hlutunum og taka sambandið eins og það er í sátt.

2. Unnið í sjálfum þér og sambandinu.

3. Hætt í sambandinu.

Mundu bara að eina manneskjan sem þú getur breytt ert þú sjálfur. Það er hins vegar betra að hafa þessi atriði í huga þegar fólk er að byrja að hittast en að þurfa laga samband sem stendur á völtum fótum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál