Konan mín er alltaf full

Íslenskur maður hefur áhyggjur af drykkju og djammi konu sinnar.
Íslenskur maður hefur áhyggjur af drykkju og djammi konu sinnar. mbl.is/ThinkstockPhotos

Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi hjá Lausninni svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær Valdimar spurningu frá manni sem hefur áhyggjur af konunni sinni. 

Hæ,

Ég hef töluverðar áhyggjur af konunni minni. Við erum búin að vera saman í átta ár og nú upplifi ég breytt hegðunarmynstur hjá henni. Það lýsir sér þannig að hún sækir í að vera annarsstaðar en heima hjá sér. Hún notar hvert tækifæri til að djamma með vinnunni, kemur seint heim og oft töluvert ölvuð með skrýtnar skýrningar. Þegar hún er ekki að djamma með vinnunni er hún einhversstaðar að skemmta sér með vinkonum sínum. Einhvern veginn virðist tíminn með fjölskyldunni sitja á hakanum en við eigum þrjú börn. Heldur þú að hún sé á flótta undan mér? Ég hef reynt að benda henni á að þetta sé furðuleg hegðun en hún verður öskureið og telur mig vænisjúkan. Veistu hvernig ég get leyst þetta? Ég elska hana nefnilega og vil ekkert frekar en að sambandið sé gott.

 

Kveðja,

G

Góðan daginn G og takk fyrir spurninguna.

Þegar við erum í parasambandi eru nokkur atriði sem skipta mestu máli til þess að þau séu líklegri til að vaxa og dafna. Traust er eitt þessara atriða. Það er heilbrigt og gott að einstaklingar í parasambandi geti verið í góðum félagslegum tengslum og hafi svigrúm til þess að sinna áhugamálum sínum og vinum. Að sama skapi er eðlilegt að það sem við gerum í persónulega lífinu sé í jafnvægi við þá ábyrgð sem fylgir því að eiga börn og heimili. Það er líka eðlilegt að pör sammælist um hvað þau telji ásættanlegt og hvað ekki þegar að sambandinu kemur.

Eins og þú lýsir sambandi ykkar þá mætti segja að talsvert sé farið að reyna á traustið og eðlilegt að það valdi þér áhyggjum. Þar sem viðbrögðin við ábendingum þínum leiða til þess að konan þín verði öskureið þá mæli ég með því að þið leitið til pararáðgjafa með ykkar vanda og fáið þannig hlutlausan aðila til að hjálpa ykkur að finna út úr því í hverju vandinn liggur.

Með bestu kveðju, 

Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi 

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Valdimar spurningu HÉR. 

Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi hjá Lausninni.
Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi hjá Lausninni. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál