Gwyneth Paltrow ræðir endaþarmsmök

Gwyneth Paltrow er fjölhæf kona.
Gwyneth Paltrow er fjölhæf kona. mbl.is/AFP

Gwyneth Paltrow er ekki bara leikkona heldur sér hún einnig um lífstílssíðuna Goop.com. Í síðustu viku kom út grein þar sem leikkonan ræðir endaþarmsmök við sálfræðinginn og rithöfundinn Paul Joannides. 

Í viðtalinu kemur fram að nú á dögum þyki eðlilegt að gagnkynhneigð pör stundi endaþarmsmök. Staðreyndin er hinsvegar sú að einungis milli 30 til 40 prósent gagnkynhneigðra para hafa prófað endaþarmsmök. Ekki eru til ábyggilegar rannsóknir á endaþarmsmökum samkynhneigðra en en tölur benda til að það gætu verið minna en 50 prósent samkynhneigðra karlmanna stundi endaþarmsmök. 

mbl.is/ThinkstockPhotos

Joannides segir að gagnkynhneigð pör hafi byrjað að stunda endaþarmsmök eftir að það varð algengt í klámmyndum. Eftir að klám varð aðgengilegt á internetinu hafi endaþarmsmök í klámi orðið enn algengara. Raunveruleikinn endurspeglar hinsvegar ekki klámheiminn en einungis um 10 til 15 prósent gagnkynhneigðra para stunda endaþarmsmök reglulega.

mbl.is/Thinkstockphotos

Hann leggur jafnframt áherslu á að það þurfi að fara varlega í endaþarmsmökum. Fólk ætti að lesa sig vel til og þjálfa vöðvana í rassinum í því að slaka á. Mikilvægt væri að nota sleipiefni en varast efni sem gera fólk dofin í rassinum. Auk þess sem að traust skipti miklu máli, fólk ætti að fylgjast vel með sársauka. Fæstar konur fá fullnægingu við endaþarmsök nema að snípurinn sé örvaður um leið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál