Flestar konur þurfa hjálp til að fá fullnægingu

Oft dugar getnaðarlimur einfaldlega ekki til.
Oft dugar getnaðarlimur einfaldlega ekki til. Thinkstock / Getty Images

Margar konur hafa aldrei upplifað að fá fullnægingu eftir að hafa stundað kynlíf í leggöng. Vefurinn Popsugar leitaði því á náðir læknisins dr. Charlie Glickman sem átti ekki í neinum vandræðum með að ráðleggja ráðþrota konum sem var farið að lengja eftir fullnægingu.

„Mikilvægast er að hafa í huga að flestar konur (allt að 70% samkvæmt rannsóknum) þurfa að örva snípinn til þess að fá fullnægingu. Ef þið eruð í þeim hópi ráðlegg ég ykkur að bæta við örvun á snípinn í bland við kynlíf í leggöng,“ segir dr. Glickman og bætir við að konur geti notað eigin fingur, fingur bólfélagans eða titrara.

„Ef bólfélagi ykkar rígheldur í þá hugmynd að það ætti ekki að þurfa aukaörvun munið þá að meirihluti kvenna er í sömu stöðu. Það er ekkert athugavert við að þurfa að örva snípinn til þess að fá fullnægingu.

Margar konur geta ekki fengið fullnægingu án þess að örva …
Margar konur geta ekki fengið fullnægingu án þess að örva snípinn. Þá eru titrarar mikið þarfaþing. Thinkstock / Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál