Hugsar sífellt um kynlíf með konum

Konan hugsar mikið um aðrar konur.
Konan hugsar mikið um aðrar konur. mbl.is/Thinkstockphotos

Kæra E. Jean. Það er yndislegur maður í lífi mínu sem ég elska. En undanfarin ár finnst mér eins og ég heillist meir og meir af konum. Ég elska kærastann minn enn þá, hann gerir mig hamingjusama, líkamlega og andlega. Við erum búin að vera saman í sex æðislega mánuði. En ég er sífellt að hugsa um kynlíf með konum. Ég hef aldrei átt í líkamlegu sambandi við konu fyrir utan smá kelerí með vinkonu þegar ég var unglingur, sem ég hugsa um sem kynlífstilraun. Mig langar ekki að missa þennan frábæra mann út af þessum hvötum. Hvernig útskýri ég þessari tilfinningar og hvað geri ég varðandi þær? Spyr kona í vanda ráðgjafa Elle.

Ráðgjafi Elle er frökk í svari sínu eins henni er einni lagið.

Nú, þú tekur kappann í smá göngutúr. Þú útskýrir fyrir honum hlutina eins og þú gerðir hér. Það að þú elskir hann, forvitni þína, síaukna hrifningu af stelpum síðustu ár. Svo spyrðu hann hvað þið eigið að gera. Ef maðurinn á svör á reiðum hönum mun hann stinga upp á af miklum ákafa lausninni sem mun leysa vandamál ykkar, þriggja manna leik.

Ég er ekki að reyna að vera fyndin. Þú prófaðir þig áfram sem barn, af hverju ekki líka sem fullorðin kona? Er barnæskan eina tímabilið sem þú getur verið forvitin og frjáls?

Þriggja manna leikur er svo augljós lausn, bara smá vísbending frá þér er nóg til þess að láta kærastann hugsa eins og það sé hans hugmynd. Hann mun kannski ekki samþykkja það strax og þótt þú sért ekki 100 prósent fylgin hugmyndinni ertu búin að stofna til þægilegs og vitsmunalegs samtals um langanir, hvatir og einkvæni. Þaðan geturðu ákveðið hvað þú gerir hvort sem það er með honum eða án hans.

E. Jean mælir með því að konan tali um langanir …
E. Jean mælir með því að konan tali um langanir sínar. mbl.is/Thinkstockphoto
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál